Vinnustöðvun flugfreyja hjá Primera hefst að óbreyttu 15. nóvember Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2018 13:53 Flugvél flugfélagsins Primera Air. Vísir/getty Ótímabundin allsherjarvinnustöðvun flugfreyja hjá Primera Air Nordic hefst þann 15. nóvember kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands segir fyrirtækið stunda gróf brot gegn starfsfólki og hafi lengi neitað að gera kjarasamninga. Stjórnar- og trúnaðarráð Flugfreyjufélagsins samþykkti í ágúst að hefja skyldi atkvæðagreiðslu um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar flugfreyja um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA sem fljúga farþegum frá Íslandi til annarra áfangastaða en félagið er skráð í Lettlandi. Atkvæðagreiðslu lauk í gær og var vinnustöðvunin samþykkt með 567 atkvæði gegn einu. Magnús Norðdhal, lögfræðingur hjá ASÍ segir fyrirtækið líta svo á að það starfi ekki innan íslenskrar efnahagslögsögu. „Þar af leiðandi þurfi þeir hvorki að virða kjarasamninga eða grundvallarréttindi launafólks. Þessu er Flugfreyjufélag Íslands, Alþýðusamband Íslands og raunar öll verkalýðshreyfingin á Norðurlöndunum gjörsamlega ósammála Þetta er atvinnustarfsemi sem fellur undir íslenska lögsögu og kjarasamninga og það þarf að gera kjarasamninga við fyrirtækið og því hafa þeir neitað,“ segir Magnús. Sökum þessa hafi verið boðað til vinnustöðvunar en ef af verður neyðist flugfélagið til að fella niður áætlunarferðir til og frá Íslandi. Atkvæðisrétt höfðu allir félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands. „Verkfallið er boðað með heimild í lögum númer 80/1938 með atkvæðagreiðslu allra félagsmanna í Flugfreyjufélagi Íslands, nákvæmlega til þess að þurfa ekki að taka út fyrir sviga tiltekna félagsmenn því að það setur þá í hættu á að þeim verði refsað fyrir þátttöku sína,“ segir Magnús sem segir liggja fyrir skýrar sannanir fyrir því að fyrirtækið brjóti á réttindum starfsfólks sem að stórum hluta kemur frá ríkjum í Austur Evrópu. „Það er ekki verið að virða lágmarkskjör þessara flugliða. Þeir eru á einhverjum kjörum sem að eru helmingur af því sem það á að vera samkvæmt íslenskum kjarasamningum, eru skilgreindir sem verktakar, sjálfstæðir verktakar ráðnir í gegnum starfsmannaleigur í einhverjum skattaskjólum þannig að það er ýmislegt gert til þess að koma í veg fyrir að greiða þessu fólki,“ segir Magnús. Flugfreyjufélagið boðaði einnig vinnustöðvun á í maí á síðasta ári sem Primera kærði til félagsdóms. Félagsdómur dæmdi boðaða vinnustöðvun ólögmæta með vísan til þess að engar samningaviðræður hafi farið fram fyrir milligöngu ríkissáttasemjara áður en boðað var til verkfallsins en vinnustöðvun er neyðarúrræði sem samkvæmt meginsjónarmiðum skal aðeins grípa til hafi aðrar sáttaumleitanir ekki borið árangur. Síðan þá hefur ríkissaksóknari boðað sjö fundi sem fulltrúar Primera hafa sniðgengið. Ekki er útilokað að Primera kæri aftur til félagsdóms. Tengdar fréttir Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 Primera Air efst á svörtum lista í Svíþjóð Af þeim 23 flugfélögum sem rötuðu á "svartan lista“ sænsku neytendasamtakanna Råd & Rön og tímaritsins Vagabond trónir Primera Air á toppnum. 24. september 2018 11:28 Flugfreyjufélagið undirbýr verkfall hjá Primera Air: Vilja stöðva félagsleg undirboð flugfélagsins á Íslandi Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands hefur samþykkt einróma að hefja nú þegar undirbúning að boðun nýs verkfalls á hendur flugfélaginu Primera Air Nordic SIA vegna starfsemi fyrirtækisins hér á landi. 24. janúar 2018 17:56 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Ótímabundin allsherjarvinnustöðvun flugfreyja hjá Primera Air Nordic hefst þann 15. nóvember kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands segir fyrirtækið stunda gróf brot gegn starfsfólki og hafi lengi neitað að gera kjarasamninga. Stjórnar- og trúnaðarráð Flugfreyjufélagsins samþykkti í ágúst að hefja skyldi atkvæðagreiðslu um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar flugfreyja um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA sem fljúga farþegum frá Íslandi til annarra áfangastaða en félagið er skráð í Lettlandi. Atkvæðagreiðslu lauk í gær og var vinnustöðvunin samþykkt með 567 atkvæði gegn einu. Magnús Norðdhal, lögfræðingur hjá ASÍ segir fyrirtækið líta svo á að það starfi ekki innan íslenskrar efnahagslögsögu. „Þar af leiðandi þurfi þeir hvorki að virða kjarasamninga eða grundvallarréttindi launafólks. Þessu er Flugfreyjufélag Íslands, Alþýðusamband Íslands og raunar öll verkalýðshreyfingin á Norðurlöndunum gjörsamlega ósammála Þetta er atvinnustarfsemi sem fellur undir íslenska lögsögu og kjarasamninga og það þarf að gera kjarasamninga við fyrirtækið og því hafa þeir neitað,“ segir Magnús. Sökum þessa hafi verið boðað til vinnustöðvunar en ef af verður neyðist flugfélagið til að fella niður áætlunarferðir til og frá Íslandi. Atkvæðisrétt höfðu allir félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands. „Verkfallið er boðað með heimild í lögum númer 80/1938 með atkvæðagreiðslu allra félagsmanna í Flugfreyjufélagi Íslands, nákvæmlega til þess að þurfa ekki að taka út fyrir sviga tiltekna félagsmenn því að það setur þá í hættu á að þeim verði refsað fyrir þátttöku sína,“ segir Magnús sem segir liggja fyrir skýrar sannanir fyrir því að fyrirtækið brjóti á réttindum starfsfólks sem að stórum hluta kemur frá ríkjum í Austur Evrópu. „Það er ekki verið að virða lágmarkskjör þessara flugliða. Þeir eru á einhverjum kjörum sem að eru helmingur af því sem það á að vera samkvæmt íslenskum kjarasamningum, eru skilgreindir sem verktakar, sjálfstæðir verktakar ráðnir í gegnum starfsmannaleigur í einhverjum skattaskjólum þannig að það er ýmislegt gert til þess að koma í veg fyrir að greiða þessu fólki,“ segir Magnús. Flugfreyjufélagið boðaði einnig vinnustöðvun á í maí á síðasta ári sem Primera kærði til félagsdóms. Félagsdómur dæmdi boðaða vinnustöðvun ólögmæta með vísan til þess að engar samningaviðræður hafi farið fram fyrir milligöngu ríkissáttasemjara áður en boðað var til verkfallsins en vinnustöðvun er neyðarúrræði sem samkvæmt meginsjónarmiðum skal aðeins grípa til hafi aðrar sáttaumleitanir ekki borið árangur. Síðan þá hefur ríkissaksóknari boðað sjö fundi sem fulltrúar Primera hafa sniðgengið. Ekki er útilokað að Primera kæri aftur til félagsdóms.
Tengdar fréttir Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 Primera Air efst á svörtum lista í Svíþjóð Af þeim 23 flugfélögum sem rötuðu á "svartan lista“ sænsku neytendasamtakanna Råd & Rön og tímaritsins Vagabond trónir Primera Air á toppnum. 24. september 2018 11:28 Flugfreyjufélagið undirbýr verkfall hjá Primera Air: Vilja stöðva félagsleg undirboð flugfélagsins á Íslandi Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands hefur samþykkt einróma að hefja nú þegar undirbúning að boðun nýs verkfalls á hendur flugfélaginu Primera Air Nordic SIA vegna starfsemi fyrirtækisins hér á landi. 24. janúar 2018 17:56 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44
Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45
Primera Air efst á svörtum lista í Svíþjóð Af þeim 23 flugfélögum sem rötuðu á "svartan lista“ sænsku neytendasamtakanna Råd & Rön og tímaritsins Vagabond trónir Primera Air á toppnum. 24. september 2018 11:28
Flugfreyjufélagið undirbýr verkfall hjá Primera Air: Vilja stöðva félagsleg undirboð flugfélagsins á Íslandi Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands hefur samþykkt einróma að hefja nú þegar undirbúning að boðun nýs verkfalls á hendur flugfélaginu Primera Air Nordic SIA vegna starfsemi fyrirtækisins hér á landi. 24. janúar 2018 17:56