Þorgerður Katrín gagnrýndi Vinstri græn harðlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 21:11 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Vísir/Hanna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði þátttöku Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í ríkisstjórninni að umtalsefni sínu í umræðum um stefnu forsætisráðherra. Gagnrýndi hún flokkinn harðlega fyrir að hafa gengið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Á síðustu 9 mánuðum hefur það verið að skýrast betur og betur hvar þessir flokkar ná saman. Jú, þeir standa saman um kyrrstöðu og völd,“ sagði Þorgerður Katrín. Gagnrýndi hún Vinstri græn fyrir að hafa talað um það árum saman að flokkurinn væri eini hugmyndafræðilegi og pólitíski höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins og að því hlutverki myndi flokkurinn ekki bregðast. „Það voru því vissulega merkileg tímamót, í sögu Vinstri grænna þegar flokkurinn myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Eftir að hafa talið bæði sjálfum sér og kjósendum sínum trú um að þau stæðu fyrir eitthvað allt annað,“ sagði Þorgerður Katrín og taldi það merkilegt að á sama tíma talaði flokkurinn fyrir því að efla traust á stjórnmálum. Sagði Þorgerður Katrín að VG væri í raun millistykkið sem tengdi saman hina rótgrónu valdaflokka, Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. „Þannig er íhaldsþrennan fullkomnuð. Þrenna sem heldur hlífiskyldi yfir þeim sérhagsmunum, sem þingmenn Vinstri-Grænna hafa reyndar hér í þessum sama ræðustól gagnrýnt - allt að því froðufellandi, í gegnum tíðina,“ sagði Þorgerður Katrín. Alþingi Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Inga Sæland: Hefði aldrei montað mig af persónuafsláttarhækkuninni Fátækt á Íslandi var í forgrunni í ræðu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 12. september 2018 20:59 Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:54 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði þátttöku Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í ríkisstjórninni að umtalsefni sínu í umræðum um stefnu forsætisráðherra. Gagnrýndi hún flokkinn harðlega fyrir að hafa gengið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Á síðustu 9 mánuðum hefur það verið að skýrast betur og betur hvar þessir flokkar ná saman. Jú, þeir standa saman um kyrrstöðu og völd,“ sagði Þorgerður Katrín. Gagnrýndi hún Vinstri græn fyrir að hafa talað um það árum saman að flokkurinn væri eini hugmyndafræðilegi og pólitíski höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins og að því hlutverki myndi flokkurinn ekki bregðast. „Það voru því vissulega merkileg tímamót, í sögu Vinstri grænna þegar flokkurinn myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Eftir að hafa talið bæði sjálfum sér og kjósendum sínum trú um að þau stæðu fyrir eitthvað allt annað,“ sagði Þorgerður Katrín og taldi það merkilegt að á sama tíma talaði flokkurinn fyrir því að efla traust á stjórnmálum. Sagði Þorgerður Katrín að VG væri í raun millistykkið sem tengdi saman hina rótgrónu valdaflokka, Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. „Þannig er íhaldsþrennan fullkomnuð. Þrenna sem heldur hlífiskyldi yfir þeim sérhagsmunum, sem þingmenn Vinstri-Grænna hafa reyndar hér í þessum sama ræðustól gagnrýnt - allt að því froðufellandi, í gegnum tíðina,“ sagði Þorgerður Katrín.
Alþingi Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Inga Sæland: Hefði aldrei montað mig af persónuafsláttarhækkuninni Fátækt á Íslandi var í forgrunni í ræðu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 12. september 2018 20:59 Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:54 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Sjá meira
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Inga Sæland: Hefði aldrei montað mig af persónuafsláttarhækkuninni Fátækt á Íslandi var í forgrunni í ræðu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 12. september 2018 20:59
Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:54
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent