Hugmyndafræðilega hrifin af tillögu Hildar Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. september 2018 07:00 Pawel Bartoszek og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segja tillögu um aukin fjárframlög til einkarekinna grunnskóla í anda flokks síns. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það leynist auðvitað engum að það er mikil velvild hjá Viðreisn gagnvart sjálfstætt reknum skólum. Hugmyndafræðilega séð er ég hrifinn af tillögunni en við þurfum að finna leið í gegnum kerfið,“ segir Pawel Bartoszek, fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði, um boðaða tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Gerir tillagan, sem flutt er af Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, ráð fyrir því að sömu fjárframlög fylgi nemendum hvort sem um einkarekinn skóla eða skóla rekinn af borginni sé að ræða. Pawel segir að tillöguna þurfi að skoða í samhengi við gerð fjárhagsáætlunar og þá sé ýmislegt í vinnslu tengt frístundaheimilum og húsnæðismálum grunnskóla borgarinnar. „Við fögnum öllum góðum tillögum og ræðum þær í borgarstjórn. Þessi tillaga er í anda Viðreisnar og okkur er málið kært. Þetta er hins vegar stærra mál en bara þessi tiltekna tillaga,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hún bendir einnig á að í sáttmála meirihlutans sé kveðið á um áframhaldandi stuðning við einkarekna leik- og grunnskóla.Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sést hér með kollegum sínum, Mörtu Guðjónsdóttur og Eyþóri Arnalds.fréttablaðið/sigtryggur ariUmrædd tillaga er á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag en þar er líka að finna tillögu borgarfulltrúa meirihlutans um tilraunaverkefni með sumaropnun leikskóla. „Þetta var ein af áherslum Viðreisnar í kosningabaráttunni og rataði inn í sáttmála meirihlutans. Þetta er eitthvað sem við ætlum að reyna að keyra af stað,“ segir Pawel. Hann segir að fordæmi sé til staðar í Mosfellsbæ sem horft verði til. „Hugmyndin er að hafa einn leikskóla opinn í hverju hverfi yfir hásumarið og skapa þannig meiri sveigjanleika fyrir foreldra. Reynslan úr Mosfellsbæ sýnir að þar hafa um fimm til tíu prósent foreldra nýtt sér sumaropnanir.“ Sumaropnun leikskóla gæti að mati Pawels til dæmis nýst námsmönnum vel enda þurfi margir þeirra að nýta sumarið til vinnu. Þá sé líka horft til hópa eins og fólks af erlendum uppruna sem hafi oft síðra félagslegt tengslanet. Tillagan sem liggur fyrir borgarstjórn gerir ráð fyrir að skóla- og frístundasviði verði falið að hefja undirbúning að verkefninu. „Fyrsta skrefið væri væntanlega að leita eftir áliti stjórnenda leikskólanna og finna þá skóla sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg. 17. september 2018 07:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
„Það leynist auðvitað engum að það er mikil velvild hjá Viðreisn gagnvart sjálfstætt reknum skólum. Hugmyndafræðilega séð er ég hrifinn af tillögunni en við þurfum að finna leið í gegnum kerfið,“ segir Pawel Bartoszek, fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði, um boðaða tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Gerir tillagan, sem flutt er af Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, ráð fyrir því að sömu fjárframlög fylgi nemendum hvort sem um einkarekinn skóla eða skóla rekinn af borginni sé að ræða. Pawel segir að tillöguna þurfi að skoða í samhengi við gerð fjárhagsáætlunar og þá sé ýmislegt í vinnslu tengt frístundaheimilum og húsnæðismálum grunnskóla borgarinnar. „Við fögnum öllum góðum tillögum og ræðum þær í borgarstjórn. Þessi tillaga er í anda Viðreisnar og okkur er málið kært. Þetta er hins vegar stærra mál en bara þessi tiltekna tillaga,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hún bendir einnig á að í sáttmála meirihlutans sé kveðið á um áframhaldandi stuðning við einkarekna leik- og grunnskóla.Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sést hér með kollegum sínum, Mörtu Guðjónsdóttur og Eyþóri Arnalds.fréttablaðið/sigtryggur ariUmrædd tillaga er á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag en þar er líka að finna tillögu borgarfulltrúa meirihlutans um tilraunaverkefni með sumaropnun leikskóla. „Þetta var ein af áherslum Viðreisnar í kosningabaráttunni og rataði inn í sáttmála meirihlutans. Þetta er eitthvað sem við ætlum að reyna að keyra af stað,“ segir Pawel. Hann segir að fordæmi sé til staðar í Mosfellsbæ sem horft verði til. „Hugmyndin er að hafa einn leikskóla opinn í hverju hverfi yfir hásumarið og skapa þannig meiri sveigjanleika fyrir foreldra. Reynslan úr Mosfellsbæ sýnir að þar hafa um fimm til tíu prósent foreldra nýtt sér sumaropnanir.“ Sumaropnun leikskóla gæti að mati Pawels til dæmis nýst námsmönnum vel enda þurfi margir þeirra að nýta sumarið til vinnu. Þá sé líka horft til hópa eins og fólks af erlendum uppruna sem hafi oft síðra félagslegt tengslanet. Tillagan sem liggur fyrir borgarstjórn gerir ráð fyrir að skóla- og frístundasviði verði falið að hefja undirbúning að verkefninu. „Fyrsta skrefið væri væntanlega að leita eftir áliti stjórnenda leikskólanna og finna þá skóla sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg. 17. september 2018 07:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg. 17. september 2018 07:00