Slegist með stólum á öldurhúsi í Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2018 07:38 Gríðarlegur erill var hjá lögreglu milli 17 og 5. Vísir/Vilhelm Samtals komu 93 mál inn á borð lögreglu milli klukkan 17 í gær og 5 í morgun. Þar ber helst að nefna hópslagsmál á öldurhúsi í Hafnarfirði, þriggja bíla árekstur á Sæbraut, unglingaslagsmál í strætóskýli í Kópavogi og óboðinn gestur í Breiðholti. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Slegist með stólum á öldurhúsi Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um hópslagsmál við öldurhús í Hafnarfirði, þar sem meðal annars var slegist með stólum. Nokkrar lögreglubifreiðar voru sendar á vettvang en slagsmálin höfðu fjarað út þegar lögreglu bar að garði. Einn var þó fluttur á slysadeild til skoðunar með áverka á höfði. Um klukkan 21:30 varð þriggja bifreiða árekstur á Sæbraut við Sólfarið. Engin meiðsl urðu á fólki en tvær bifreiðar voru fluttar óökufærar með kranabifreið af vettvangi. Á sjöunda tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um hóp unglinga að slást við strætóskýli í Kópavogi. Unglingarnir eru sagðir hafa hlaupið á brott er þeim var tjáð að búið væri að hringja á lögreglu og voru þeir á bak og braut þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt um tvær líkamsárásir í Kópavogi Á áttunda tímanum í gær var tilkynnt um líkamsárás við öldurhús í Kópavogi. Þolandi var fluttur á slysadeild til skoðunar en meintur gerandi tekinn til skýrslutöku á lögreglustöð. Báðir aðilar gengu leiða sinna að loknum yfirheyrslum og skoðun á sjúkrahúsi. Um klukkan 3 í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás við skemmtistað í Kópavogi. Lögregla ræddi við málsaðila á vettvangi og er málið til skoðunar. Skömmu eftir klukkan 23 tilkynnti húsráðandi í Breiðholti að maður í annarlegu ástandi hafi komið óboðinn inn í íbúð hans. Húsráðandi náði þó sjálfur að visa manninum á brott úr íbúðinni áður en lögregla kom á vettvang. Á tólfta tímanum var einnig tilkynnt um eld í ruslatunnu við skóla í Breiðholti. Eldurinn var slökktur með slökkvitæki er lögregla kom á vettvang. Ekki urðu aðrar skemmdir en á ruslatunnunni sem er ónýt. Flest málanna níutíu og þriggja voru þó minniháttar og tengjast ölvun og/eða hávaða frá samkvæmum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir umferðalagabrot á borð við að aka á rauðu ljósi, vera á ótryggðu ökutæki í umferðinni og aka um á ökutæki án skráningarmerkja. Lögreglumál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Samtals komu 93 mál inn á borð lögreglu milli klukkan 17 í gær og 5 í morgun. Þar ber helst að nefna hópslagsmál á öldurhúsi í Hafnarfirði, þriggja bíla árekstur á Sæbraut, unglingaslagsmál í strætóskýli í Kópavogi og óboðinn gestur í Breiðholti. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Slegist með stólum á öldurhúsi Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um hópslagsmál við öldurhús í Hafnarfirði, þar sem meðal annars var slegist með stólum. Nokkrar lögreglubifreiðar voru sendar á vettvang en slagsmálin höfðu fjarað út þegar lögreglu bar að garði. Einn var þó fluttur á slysadeild til skoðunar með áverka á höfði. Um klukkan 21:30 varð þriggja bifreiða árekstur á Sæbraut við Sólfarið. Engin meiðsl urðu á fólki en tvær bifreiðar voru fluttar óökufærar með kranabifreið af vettvangi. Á sjöunda tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um hóp unglinga að slást við strætóskýli í Kópavogi. Unglingarnir eru sagðir hafa hlaupið á brott er þeim var tjáð að búið væri að hringja á lögreglu og voru þeir á bak og braut þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt um tvær líkamsárásir í Kópavogi Á áttunda tímanum í gær var tilkynnt um líkamsárás við öldurhús í Kópavogi. Þolandi var fluttur á slysadeild til skoðunar en meintur gerandi tekinn til skýrslutöku á lögreglustöð. Báðir aðilar gengu leiða sinna að loknum yfirheyrslum og skoðun á sjúkrahúsi. Um klukkan 3 í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás við skemmtistað í Kópavogi. Lögregla ræddi við málsaðila á vettvangi og er málið til skoðunar. Skömmu eftir klukkan 23 tilkynnti húsráðandi í Breiðholti að maður í annarlegu ástandi hafi komið óboðinn inn í íbúð hans. Húsráðandi náði þó sjálfur að visa manninum á brott úr íbúðinni áður en lögregla kom á vettvang. Á tólfta tímanum var einnig tilkynnt um eld í ruslatunnu við skóla í Breiðholti. Eldurinn var slökktur með slökkvitæki er lögregla kom á vettvang. Ekki urðu aðrar skemmdir en á ruslatunnunni sem er ónýt. Flest málanna níutíu og þriggja voru þó minniháttar og tengjast ölvun og/eða hávaða frá samkvæmum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir umferðalagabrot á borð við að aka á rauðu ljósi, vera á ótryggðu ökutæki í umferðinni og aka um á ökutæki án skráningarmerkja.
Lögreglumál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira