Innlent

Hæglætisveður á landinu í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Búast má við skúrum sunnan- og vestantil á landinu í dag.
Búast má við skúrum sunnan- og vestantil á landinu í dag. VÍSIR/STEFÁN

Búist er við fremur hægum vindi í dag og skúrum sunnan- og vestantil, síðar einnig norðaustanlands. Þurrt og bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi á morgun en suðaustan kaldi og dálítil væta á Suður- og Vesturlandi seinni partinn. Hiti verður 8 til 14 stig að deginum, hlýjast norðaustantil á landinu.

Á þriðjudag er búist við rigningu eða skúrum víða um land, en hangir líklega þurrt fram á kvöld á norðausturhorninu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:
Sunnan 3-8 og stöku skúrir, en léttskýjað NA-lands. Sunnan 8-13 og fer að rigna á S- og V-landi seinni partinn. Hiti 8 til 13 stig.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt 8-13 m/s og rigning eða skúrir, en hægari og úrkomulið NA-lands. Hiti 8 til 15 stig að deginum, hlýjast NA-til.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt og léttir til S-lands, annars skýjað og dálítil rigning á N- og NA-landi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast SA-lands.

Á fimmtudag:
Sunnanátt og súld eða rigning á S- og V-landi, annars þurrt og bjart með köflum. Hlýnar norðan heiða.

Á föstudag og laugardag:
Suðlæg átt, bjart veður og hlýtt á N- og A-landi, en skýjað og úrkomulítið S- og V-lands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.