Tilefni til að rannsaka veikindakostnað starfsmanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. september 2018 12:48 Formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir tilefni til að rannsaka kostnað vegna veikinda starfsmanna borgarinnar. Hann segir langvarandi álag á vinnustað valda veikindum.Í kvöldfréttum á föstudaginn fjölluðum við um að kostnaður borgarinnar, vegna langtímaveikinda starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og á frístundaheimilum, nemi rúmlega 350 milljónum króna á hálfu ári. Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir að vandinn eigi við um fleiri svið borgarinnar en skóla- og frístundasvið. „Við höfum heyrt þetta áður. Þetta hefur verið skoðað en kannski ekki nægilega djúpt. Við verðum vör við þetta, ekki bara á þessu sviði heldur á fleiri sviðum. Það má segja að kostnaðurinn komi að einhverju leyti betur fram á ákveðnum sviðum,“ segir Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins benti á kostnaðinn í vikunni. „Þó það standi ekki hverjar ástæðurnar séu þá er líklegt að þetta sé vegna álags sem fólk er að mæta. Það eru lág laun, mikið álag, mannekla,“ segir Sanna Magdalena. „Það má segja að það vanti rannsókn á þessu, orsök og afleiðingum. Það hefur gjarnan verið talað um að langvarandi álag á vinnustað valdi veikindum. Ég held að það sé þekkt sannindi,“ Segir Garðar. Þá segir hann að tilefni sé til að rannsaka mögulegar ástæður að baki veikinda starfsmanna. „Ég held að þessi frétt, þessar athugasemdir borgarfulltrúans gefi tilefni til þess að menn kafi ofan i þetta og skoði raunverulega ástæðurnar að baki þess að veikindi hafi aukist hjá borginni,“ segir Garðar. Borgarstjórn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hundruð milljóna í veikindakostnað skólastarfsfólks Kostnaður borgarinnar vegna langtímaveikinda starfsmanna á leikskólum, í grunnskólum og á frístundaheimilum er ríflega 350 milljónir króna á hálfu ári. 30. ágúst 2018 19:39 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir tilefni til að rannsaka kostnað vegna veikinda starfsmanna borgarinnar. Hann segir langvarandi álag á vinnustað valda veikindum.Í kvöldfréttum á föstudaginn fjölluðum við um að kostnaður borgarinnar, vegna langtímaveikinda starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og á frístundaheimilum, nemi rúmlega 350 milljónum króna á hálfu ári. Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir að vandinn eigi við um fleiri svið borgarinnar en skóla- og frístundasvið. „Við höfum heyrt þetta áður. Þetta hefur verið skoðað en kannski ekki nægilega djúpt. Við verðum vör við þetta, ekki bara á þessu sviði heldur á fleiri sviðum. Það má segja að kostnaðurinn komi að einhverju leyti betur fram á ákveðnum sviðum,“ segir Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins benti á kostnaðinn í vikunni. „Þó það standi ekki hverjar ástæðurnar séu þá er líklegt að þetta sé vegna álags sem fólk er að mæta. Það eru lág laun, mikið álag, mannekla,“ segir Sanna Magdalena. „Það má segja að það vanti rannsókn á þessu, orsök og afleiðingum. Það hefur gjarnan verið talað um að langvarandi álag á vinnustað valdi veikindum. Ég held að það sé þekkt sannindi,“ Segir Garðar. Þá segir hann að tilefni sé til að rannsaka mögulegar ástæður að baki veikinda starfsmanna. „Ég held að þessi frétt, þessar athugasemdir borgarfulltrúans gefi tilefni til þess að menn kafi ofan i þetta og skoði raunverulega ástæðurnar að baki þess að veikindi hafi aukist hjá borginni,“ segir Garðar.
Borgarstjórn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hundruð milljóna í veikindakostnað skólastarfsfólks Kostnaður borgarinnar vegna langtímaveikinda starfsmanna á leikskólum, í grunnskólum og á frístundaheimilum er ríflega 350 milljónir króna á hálfu ári. 30. ágúst 2018 19:39 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Hundruð milljóna í veikindakostnað skólastarfsfólks Kostnaður borgarinnar vegna langtímaveikinda starfsmanna á leikskólum, í grunnskólum og á frístundaheimilum er ríflega 350 milljónir króna á hálfu ári. 30. ágúst 2018 19:39