Innlent

Gengu á Úlfarsfell til minningar um þá sem hafa fallið frá af völdum ofneyslu fíkniefna

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Um sjötíu manns gengu á Úlfarsfell í dag til minningar um þá sem fallið hafa frá af völdum ofneyslu fíkniefna og lyfja. Um langtíma styrktarátak er að ræða þar sem gengið verður á flesta fjallstinda Íslands í vetur.

Bára Tómasdóttir, móðir Einars Darra sem lést í maí síðastliðin, segir fjölskyldu Einar hafa stofnað minningarsjóð og farið af stað með verkefnið „Ég á bara eitt líf“ í sumar. Hún segir aðstandendur Einars aðallega verið að vinna í forvörnum.

Fréttastofa leit við og ræddi við Báru, Andreu Ýr Arnarsdóttur, systur Einars Darra, og Elísabetu Pálmadóttur göngustjóra fyrr í dag en sjá má fréttina í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×