Vísbendingar um landnámsbæ í Stöðvarfirði fyrir tíma Ingólfs Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2018 21:00 Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur hefur stýrt minjauppgreftri að Stöð í Stöðvarfirði undanfarin þrjú sumur. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Fornleifafræðingur segir sterkar vísbendingar um að landnámsmaður hafi verið búinn að reisa bæ í Stöðvarfirði fyrir árið 871, áður en Ingólfur Arnarson á að hafa sest að í Reykjavík. Þar hafi því verið komin heilsársbúseta fyrir hið viðurkennda landnámsártal, en ekki aðeins árstíðabundin veiðistöð, eins og í fyrstu var talið. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing í fréttum Stöðvar 2. Fornleifauppgröftur að bænum Stöð í botni Stöðvarfjarðar hófst sumarið 2016 undir stjórn Bjarna og strax þá um haustið sagði hann aldursgreiningar benda til að þar hefðu norrænir menn reist skála skömmu eftir árið 800. Bjarni ályktaði þá að þetta hefði verið útstöð þar sem menn dvöldu hluta úr ári.Frá fornleifauppgreftrinum í Stöðvarfirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Framhaldsrannsóknir í sumar og fyrrasumar hafa hins vegar leitt enn stærri rústir í ljós, tvo stóra skála en frá mismunandi tíma. Bjarni segist þó ekki hafa fallið frá tilgátu sinni um útstöð. „En hins vegar viðurkenni ég að útstöðvarkenningin hefur fengið smáhögg. Og það er út af því að eldri skálinn er svo ofboðslega stór. Það er erfitt að ímynda sér að menn hafi byggt svona ferlíki á staðnum, sem gæti verið stærsti skáli á Íslandi,“ segir Bjarni.Loftmynd frá uppgreftrinum í sumar.Þeim skála segir hann ljóst að hafi verið skipt niður í einingar. „Eina einingu erum við búin að rannsaka og það er smiðjan. Þannig að þá eru komnir átta metrar þar; stór smiðja. Og svo getur annar hluti hafa verið forðabúr, eða búr, skemma eða veiðarfærageymsla, eða hvað það getur hafa verið. Þannig að það er eiginlega íveruhlutinn sem skiptir núna máli varðandi þessa kenningu.“Bærinn Stöð er í botni Stöðvarfjarðar. Þar hafa nú fundist tveir stórir skálar. Aldursgreiningar benda til að sá eldri hafi verið reistur skömmu eftir árið 800 en sá yngri rétt fyrir árið 871.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Bjarni og félagar hafa jafnframt fundið yngri skála sem byggður var ofan í þann eldri. „Þetta er tveir skálar. Þeir eru bara eins og samlokur. Og yngri skálinn, sem er líka stór - hann er 31 og hálfur metri að lengd – það er líklega landnámsbýlið sjálft, byggt ofan í fyrirliggjandi tóft eða rúst.“ -Og hvenær tímasetur þú það, miðað við þau gögn sem þú hefur? „Miðað við þau gögn sem ég hef, og ef ég á að treysta þeim, þá er það rétt fyrir 871.“ -Þannig að þá ertu kominn með landnámsmann í Stöðvarfjörð áður en Ingólfur á að hafa sest að í Reykjavík? „Það gæti hugsast, já. Við verðum að rannsaka aðeins meira til að slá þessu sem föstu. En þetta eru sterkar vísbendingar um að svo hafi verið, - já.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Fornleifar í Stöðvarfirði taldar með elstu minjum um mannvist á Íslandi Enn ein vísbendingin um mannvist á Íslandi fyrir landnámsártalið 874 er fundin. Aldursgreining bendir til að skáli hafi verið reistur skömmu eftir árið 800. 12. september 2016 19:45 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Fornleifafræðingur segir sterkar vísbendingar um að landnámsmaður hafi verið búinn að reisa bæ í Stöðvarfirði fyrir árið 871, áður en Ingólfur Arnarson á að hafa sest að í Reykjavík. Þar hafi því verið komin heilsársbúseta fyrir hið viðurkennda landnámsártal, en ekki aðeins árstíðabundin veiðistöð, eins og í fyrstu var talið. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing í fréttum Stöðvar 2. Fornleifauppgröftur að bænum Stöð í botni Stöðvarfjarðar hófst sumarið 2016 undir stjórn Bjarna og strax þá um haustið sagði hann aldursgreiningar benda til að þar hefðu norrænir menn reist skála skömmu eftir árið 800. Bjarni ályktaði þá að þetta hefði verið útstöð þar sem menn dvöldu hluta úr ári.Frá fornleifauppgreftrinum í Stöðvarfirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Framhaldsrannsóknir í sumar og fyrrasumar hafa hins vegar leitt enn stærri rústir í ljós, tvo stóra skála en frá mismunandi tíma. Bjarni segist þó ekki hafa fallið frá tilgátu sinni um útstöð. „En hins vegar viðurkenni ég að útstöðvarkenningin hefur fengið smáhögg. Og það er út af því að eldri skálinn er svo ofboðslega stór. Það er erfitt að ímynda sér að menn hafi byggt svona ferlíki á staðnum, sem gæti verið stærsti skáli á Íslandi,“ segir Bjarni.Loftmynd frá uppgreftrinum í sumar.Þeim skála segir hann ljóst að hafi verið skipt niður í einingar. „Eina einingu erum við búin að rannsaka og það er smiðjan. Þannig að þá eru komnir átta metrar þar; stór smiðja. Og svo getur annar hluti hafa verið forðabúr, eða búr, skemma eða veiðarfærageymsla, eða hvað það getur hafa verið. Þannig að það er eiginlega íveruhlutinn sem skiptir núna máli varðandi þessa kenningu.“Bærinn Stöð er í botni Stöðvarfjarðar. Þar hafa nú fundist tveir stórir skálar. Aldursgreiningar benda til að sá eldri hafi verið reistur skömmu eftir árið 800 en sá yngri rétt fyrir árið 871.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Bjarni og félagar hafa jafnframt fundið yngri skála sem byggður var ofan í þann eldri. „Þetta er tveir skálar. Þeir eru bara eins og samlokur. Og yngri skálinn, sem er líka stór - hann er 31 og hálfur metri að lengd – það er líklega landnámsbýlið sjálft, byggt ofan í fyrirliggjandi tóft eða rúst.“ -Og hvenær tímasetur þú það, miðað við þau gögn sem þú hefur? „Miðað við þau gögn sem ég hef, og ef ég á að treysta þeim, þá er það rétt fyrir 871.“ -Þannig að þá ertu kominn með landnámsmann í Stöðvarfjörð áður en Ingólfur á að hafa sest að í Reykjavík? „Það gæti hugsast, já. Við verðum að rannsaka aðeins meira til að slá þessu sem föstu. En þetta eru sterkar vísbendingar um að svo hafi verið, - já.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Fornleifar í Stöðvarfirði taldar með elstu minjum um mannvist á Íslandi Enn ein vísbendingin um mannvist á Íslandi fyrir landnámsártalið 874 er fundin. Aldursgreining bendir til að skáli hafi verið reistur skömmu eftir árið 800. 12. september 2016 19:45 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15
Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30
Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15
Fornleifar í Stöðvarfirði taldar með elstu minjum um mannvist á Íslandi Enn ein vísbendingin um mannvist á Íslandi fyrir landnámsártalið 874 er fundin. Aldursgreining bendir til að skáli hafi verið reistur skömmu eftir árið 800. 12. september 2016 19:45
Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00