Menning

Þarf Ísland nýtt landnámsártal?

Kristján Már Unnarsson skrifar

Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? Eða var Ingólfur fyrr á ferðinni en ritheimildir greina?

Í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2 er fjallað nánar um vísbendingar um að landnám Íslands sé eldra en almennt sé viðurkennt.

Einnig verður fjallað um röksemdir þeirra sem telja að nýjar rannsóknir feli ekki í sér nægilegar sannanir til að endurskrifa sögubækurnar en deilur eru meðal vísindamann um hvernig túlka beri aldursgreiningar sem benda til mun eldri byggðar.

Páll Theodórsson eðlisfræðingur fer fremstur í flokki þeirra sem andmæla ríkjandi söguskoðun um þessar mundir en hann stundar eigin rannsóknir á upphafi landnáms. Þannig telur Páll aldursgreiningar fornleifa sýna að fyrsti bóndinn í Reykjavík hafi verið kominn 150 árum á undan Ingólfi. 

Þegar eru komnar fram ótvíræðar sannanir um mannvist í Reykjavík fyrir árið 870, sem er veggjarhleðsla undir svokölluðu landnámsöskulagi. Í þættinum verður jafnframt greint er frá spennandi fornleifarannsóknum á Reykjanesi, í Skagafirði, Vestmannaeyjum og fleiri stöðum sem gefa vísbendingar um hvenær landnám hófst.

Fornsögurnar segja að Ingimundur gamli, fyrsti landnámsmaður í Húnavatnssýslum, hafi gefið Hrútafirði nafn vegna þess að hann sá þar tvo hrúta í fyrstu skoðunarferð sinni um héraðið. Hver átti hrútana? Teikning/Jakob Jóhannsson.

Tengdar fréttir

Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn?

Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.