Skartgripir úr læstu skríni, barnaveski og tugir þúsunda frá foreldrafélaginu Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2018 10:40 Frá Fáskrúðsfirði. Lögregla hafði hendur í hári feðganna eftir að húsráðandi kom að öðrum manninum leita verðmæta í þeim tilgangi að stela þeim. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Erlendur maður hefur verið ákærður fyrir fjögur húsbrot á Suðurlandi, Vesturlandi og Austurlandi í sumar. Þá er faðir mannsins einnig grunaður um aðild að brotunum. Maðurinn er jafnframt grunaður um að hafa haldið áfram að brjótast inn í hús á landsbyggðinni eftir að honum var sleppt úr haldi, að því er fram kemur í frétt RÚV. Ákæra yfir manninum, sem fréttastofa hefur undir höndum, var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í gærmorgun. Er maðurinn ákærður fyrir húsbrot, þjófnað, tilraun til þjófnaðar, líkamsárás og umferðarlagabrot. Honum er gefið að sök að hafa föstudaginn 18. júní farið inn í ólæst hús á Eyrarbakka og stolið þar peningum að verðmæti 85 þúsund krónur úr veski íbúa hússins, 300 evrum úr pyngju húsráðanda, myndavél og 40 þúsund krónum í eigu foreldrafélags barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar.Sjá einnig: Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðarSex þúsund krónur úr barnaveski Fjórum dögum síðar, þann 22. júní, á maðurinn að hafa farið inn í ólæst hús á Þorlákshöfn og stolið þar skartgripum úr læstu skartgripaskríni og lausafé. Daginn eftir er manninum gefið að sök að hafa stolið fjölmörgum skartgripum úr ólæstu húsi á Hellissandi: fjórum gullúrum, gullarmbandi og barmnælu í eigu húsráðenda. Þá á þjófurinn einnig að hafa tekið 6000 krónur úr barnaveski. Þremur dögum síðar gerði maðurinn tilraun til þjófnaðar á Fáskrúðsfirði og fór þar inn í ólæst hús. Þar kom húsráðandi að manninum og er þeim síðarnefnda gefið að sök að hafa slegið húsráðanda í kviðinn, líkt og greint var frá á sínum tíma. Maðurinn og faðir hans reyndu því næst að komast undan lögreglu á bíl. Hafnaði utanvegar við eftirför Lögregla veitti bíl þeirra eftirför og gerði honum að endingu fyrirsát í Breiðdal, þar sem bíllinn hafnaði utan vegar. Maðurinn er ákærður fyrir umferðarlagabrot er hann virti að vettugi fyrirmæli lögreglu um að stöðva bifreiðina í umrætt skipti. Feðgarnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að þeir voru handteknir í júní. Maðurinn sem nú hefur verið ákærður virðist þó hafa haldið áfram að brjótast inn í hús en samkvæmt frétt RÚV var hann handtekinn á fimmtudag með þýfi úr húsbrotum á Hellissandi og Grundarfirði. Vísir greindi frá því á föstudag að maður væri í haldi vegna innbrotanna. Lögreglumál Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðar Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. 31. ágúst 2018 11:07 Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Erlendur maður hefur verið ákærður fyrir fjögur húsbrot á Suðurlandi, Vesturlandi og Austurlandi í sumar. Þá er faðir mannsins einnig grunaður um aðild að brotunum. Maðurinn er jafnframt grunaður um að hafa haldið áfram að brjótast inn í hús á landsbyggðinni eftir að honum var sleppt úr haldi, að því er fram kemur í frétt RÚV. Ákæra yfir manninum, sem fréttastofa hefur undir höndum, var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í gærmorgun. Er maðurinn ákærður fyrir húsbrot, þjófnað, tilraun til þjófnaðar, líkamsárás og umferðarlagabrot. Honum er gefið að sök að hafa föstudaginn 18. júní farið inn í ólæst hús á Eyrarbakka og stolið þar peningum að verðmæti 85 þúsund krónur úr veski íbúa hússins, 300 evrum úr pyngju húsráðanda, myndavél og 40 þúsund krónum í eigu foreldrafélags barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar.Sjá einnig: Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðarSex þúsund krónur úr barnaveski Fjórum dögum síðar, þann 22. júní, á maðurinn að hafa farið inn í ólæst hús á Þorlákshöfn og stolið þar skartgripum úr læstu skartgripaskríni og lausafé. Daginn eftir er manninum gefið að sök að hafa stolið fjölmörgum skartgripum úr ólæstu húsi á Hellissandi: fjórum gullúrum, gullarmbandi og barmnælu í eigu húsráðenda. Þá á þjófurinn einnig að hafa tekið 6000 krónur úr barnaveski. Þremur dögum síðar gerði maðurinn tilraun til þjófnaðar á Fáskrúðsfirði og fór þar inn í ólæst hús. Þar kom húsráðandi að manninum og er þeim síðarnefnda gefið að sök að hafa slegið húsráðanda í kviðinn, líkt og greint var frá á sínum tíma. Maðurinn og faðir hans reyndu því næst að komast undan lögreglu á bíl. Hafnaði utanvegar við eftirför Lögregla veitti bíl þeirra eftirför og gerði honum að endingu fyrirsát í Breiðdal, þar sem bíllinn hafnaði utan vegar. Maðurinn er ákærður fyrir umferðarlagabrot er hann virti að vettugi fyrirmæli lögreglu um að stöðva bifreiðina í umrætt skipti. Feðgarnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að þeir voru handteknir í júní. Maðurinn sem nú hefur verið ákærður virðist þó hafa haldið áfram að brjótast inn í hús en samkvæmt frétt RÚV var hann handtekinn á fimmtudag með þýfi úr húsbrotum á Hellissandi og Grundarfirði. Vísir greindi frá því á föstudag að maður væri í haldi vegna innbrotanna.
Lögreglumál Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðar Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. 31. ágúst 2018 11:07 Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56
Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44
Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðar Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. 31. ágúst 2018 11:07
Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16