Lífið

ABC hefur tilkynnt næsta piparsvein

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chris Harrison er þáttastjórnandinn.
Chris Harrison er þáttastjórnandinn.
Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum.Framundan er 23. þáttaröðin af þáttunum vinsælu þar sem fjölmargar konu keppa um hjarta eins piparsveins.Nú er búið að tilkynna næsta piparsveininn.Höskuldarviðvörun
: Þeir sem hafa ekki horf á nýjustu þáttaröðina af The Bachelor og vilja alls ekki vita hvaða einstaklingur verður næsti piparsveinn ættu ekki að lesa lengra......Það er búið að vara þig við.......

Næsti piparsveinn heitir Colton Underwood og hefur hann heldur betur komið við sögu áður í þáttunum. Hann barðist um hjarta Beccu Kufrin í síðustu þáttaröð af The Bachelorette og var hann með síðustu mönnum sem féllu úr leik.Í þeirri seríu kom í ljós að Colton er hreinn sveinn og opnaði hann sig um það fyrir bandarísku þjóðinni. Eftir þá þáttaröð tók Colton þátt í Bachelor in Paradise og eru margir að fylgjast með þeirri þáttaröð í dag. Þar var hann í nokkuð alvarlegu sambandi með Tia Booth og svo virðist sem því sé nú lokið.„Við erum loksins komin á þann stað í okkar sambandi að vera góðir vinir,“ segir Colton í samtali við Michael Strahan í morgunþættinum vinsæla Good Morning America í tengslum við samband hans við Tiu.„Það tók mig þessar tvær seríur til að átta mig á hvernig manneskja ég er og hvernig lífsförunaut mig langar að eyða ævinni með. Ég vona að þetta endi allt með því að ég fari á skeljarnar og biðji einhverja konu um að giftast mér.“Þættirnir eru sýndir á ABC í Bandaríkjunum og um allan heim. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.