Lífið

Svikna piparjónkan valdi sér eiginmann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Becca gaf út síðustu rósina.
Becca gaf út síðustu rósina.

Þættirnir The Bachelorette njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum.

Í byrjun vikunnar kláraðist 14. þáttaröðin og gaf Becca Kufrin út síðustu rósina. Hún mætti ásamt unnusta sínum í spjallþátt Jimmy Kimmel strax eftir lokaþáttinn og ræddu þau tvö saman um þáttinn og framtíðina.

Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horf á nýjustu þáttaröðina af The Bachelorette og vilja alls ekki vita hvaða mann Becca valdi þurfa að hætta að lesa strax.

.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við.

.

.

.

.

.

.

Þriggja tíma lokaþáttur var í beinni útsendingu á ABC sjónvarpsstöðinni á mánudagskvöldið og stóð Becca Kufrin frammi fyrir því að velja á milli þeirra Garrett Yrigoyen og Blake Horstmann.

Blake og Becca höfðu verið mjög náin alla þáttaröðina og töldu margir að hún myndi velja þann kost.

En það var að lokum Garrett sem fangaði hjarta hennar og fékk hann síðustu rósina. Blake brotnaði algjörlega niður í lokaþættinum og talaði Chris Harrison, kynnir þáttarins, að aldrei áður hefði keppandi brotnað eins mikið niður og eftir lokaþáttinn.

Becca Kufrin hefur sjálf gengið í gegnum mikið en hún fór nánast alla leið í síðustu þáttaröð af The Bachelor. Þá keppti hún um hjarta Arie Luyendyk Jr. og stóð hún uppi sem sigurvegari, eða það hélt hún í það minnsta.

Luyendyk valdi Becca en hætti síðan við, sagði henni upp og snéri sér að Lauren B. Í kjölfarið varð Arie umdeildasti piparsveinninn í sögu þáttanna og ekki vinsæll í Bandaríkjunum.

Eftir lokaþáttinn á mánudagskvöldið mættu Becca og Garrett í spjallþátt Jimmy Kimmel og ræddu um framtíðina og má sjá það viðtal hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.