Innlent

Hitinn gæti farið upp í allt að 15 stig

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er spáð fínu veðri í höfuðborginni í dag.
Það er spáð fínu veðri í höfuðborginni í dag. vísir/vilhelm

Það verður bjart og fallegt veður á Suður- og Vesturlandi í dag og getur hitinn farið upp í allt að 15 stig þegar best lætur í sólinni.

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en annars staðar á landinu verður skýjað og einnig smá væta. Þá verður svalara norðan og austan til.

Á morgun er spáð þokkalegasta veðri og víða bjartviðri eða skýjuðu með köflum en þurrt víðast hvar.

„Hins vegar má búast við strekkings vindi við suður- og vesturströndina og ekki verður langt í úrkomuna, en spár gera ekki ráð fyrir að hún nái inn á morgun nema þá bara i mýflugumynd allra vestast,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur í dag og næstu daga:

Hæg norðlæg átt og lítilsháttar væta N- og A-til, en annars bjartviðri. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast syðst.
Vaxandi austan- og síðar suðaustanátt í nótt og á morgun, víða 8-15 m/s en mun hægari um landið N- og A-vert. Skýjað með köflum eða bjartviðri og þurrt víðast hvar. Hiti 7 til 15 stig, svalast við A-ströndina.

Á fimmtudag:
Suðaustan 10-15 m/s og úrkomulítið V-lands, en annars hægari og víða léttskýjað. Hiti 9 til 15 stig, hlýjast á N-landi.

Á föstudag og laugardag:
Suðaustan 8-13 m/s og lítilsháttar væta, en hægari og áfram bjartviðri fyrir norðan. Hiti víða 10 til 15 stig að deginum.

Á sunnudag og mánudag:
Hæg breytileg átt og rigning eða skúrir í flestum landshlutum. Áfram milt veður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.