Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2018 20:50 Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar sem koma eigi lág og millitekjuhópum til góða. Þá mun samgönguáætlun til næstu ára loksins líta dagsins ljós á fyrstu dögum haustþings sem kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra reiknar með að tekist verði á um nýtt frumvarp um veiðileyfagjöld. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman til ríkisráðsfundar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan fjögur í dag. Þetta var síðasti ríkisráðsfundurinn áður en Alþingi kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra boðar skattalagabreytingar í fjárlagafrumvarpinu. „Fjárlögin verða auðvitað bara í takti við tiltölulega nýsamþykkta fjármálaáætlun og síðan verður auðvitað svokallaður tekjubandormur þar sem við munum sjá tilteknar ráðstafanir í skattamálum. Eins og boðað hafði verið í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í vor þá munu þær ekki síst snúast um lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa.“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Bessastöðum í dag. Mörg önnur stór mál munu setja svip sinn á haustþingið og ber fyrst að nefna samgönguáætlun sem beðið er með mikilli eftirvæntingu, þar sem mikil og stór verkefni bíða, bæði í nýframkvæmdum og viðhaldi víðs vegar um landið. Einnig má reikna með stórum og umdeildum málum frá öðrum ráðherrum. „Kannski þau stærstu hjá mér verða ekki á dagskrá fyrr en að loknum áramótum og þau verða endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands en sjálf verð ég með mitt fyrsta mál, breytingu á lögum um umboðsmann barna þar sem tekið verður upp það nýmæli að halda barnaþing reglubundið.“ segir forsætisráðherra. Það má reikna með átökum um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld en frumvarp atvinnuveganefndar um lækkun þeirra komst ekki í gegnum Alþingi á vorþinginu.„Enda fannst mer það sanngjarnt að Alþingi fengi meiri tíma til að ræða framtíðarfyrirkomulag veiðigjalda. Ráðherrann hefur núna verið að vinna að frumvarpi um það efni í sumar þannig ég á von á því að það auðvitað fari fyrir þingið en ég veit líka að það verður auðvitað tekist á um það eins og ávallt þegar veiðigjöld eru til umræðu á Alþingi.“Aðspurð hvort hún spái átakamiklu þingi segist Katrín vonast til þess að þingmenn nái saman um flest mál, þó að sjálfsögðu verði þau ekki sammála um allt. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar sem koma eigi lág og millitekjuhópum til góða. Þá mun samgönguáætlun til næstu ára loksins líta dagsins ljós á fyrstu dögum haustþings sem kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra reiknar með að tekist verði á um nýtt frumvarp um veiðileyfagjöld. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman til ríkisráðsfundar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan fjögur í dag. Þetta var síðasti ríkisráðsfundurinn áður en Alþingi kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra boðar skattalagabreytingar í fjárlagafrumvarpinu. „Fjárlögin verða auðvitað bara í takti við tiltölulega nýsamþykkta fjármálaáætlun og síðan verður auðvitað svokallaður tekjubandormur þar sem við munum sjá tilteknar ráðstafanir í skattamálum. Eins og boðað hafði verið í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í vor þá munu þær ekki síst snúast um lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa.“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Bessastöðum í dag. Mörg önnur stór mál munu setja svip sinn á haustþingið og ber fyrst að nefna samgönguáætlun sem beðið er með mikilli eftirvæntingu, þar sem mikil og stór verkefni bíða, bæði í nýframkvæmdum og viðhaldi víðs vegar um landið. Einnig má reikna með stórum og umdeildum málum frá öðrum ráðherrum. „Kannski þau stærstu hjá mér verða ekki á dagskrá fyrr en að loknum áramótum og þau verða endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands en sjálf verð ég með mitt fyrsta mál, breytingu á lögum um umboðsmann barna þar sem tekið verður upp það nýmæli að halda barnaþing reglubundið.“ segir forsætisráðherra. Það má reikna með átökum um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld en frumvarp atvinnuveganefndar um lækkun þeirra komst ekki í gegnum Alþingi á vorþinginu.„Enda fannst mer það sanngjarnt að Alþingi fengi meiri tíma til að ræða framtíðarfyrirkomulag veiðigjalda. Ráðherrann hefur núna verið að vinna að frumvarpi um það efni í sumar þannig ég á von á því að það auðvitað fari fyrir þingið en ég veit líka að það verður auðvitað tekist á um það eins og ávallt þegar veiðigjöld eru til umræðu á Alþingi.“Aðspurð hvort hún spái átakamiklu þingi segist Katrín vonast til þess að þingmenn nái saman um flest mál, þó að sjálfsögðu verði þau ekki sammála um allt.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira