Vísir í níu mánaða einangrun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. ágúst 2018 19:15 Því var fagnað í dag að fyrsti norskættaði kálfurinn af Aberdeen Angus kyni kom í heiminn á nýrri einangrunarstöð fyrir holdagripi á Stóra Ármóti í Flóahreppi. Kálfurinn hefur fengið nafnið Vísir. Vísir bar sig vel úti á túni í dag við einangrunarstöðina en hann kom í heiminn um klukkan 05:13 í morgun, svartur nautkálfur. Mamma hans er kýr númer 1898 frá Lambhaga á Rangárvöllum, svokölluð staðgöngumóðir en pabbi Vísis er stór boli frá Noregi, Stóri Tígur sem er faðir þeirra tíu af þeim ellefu kálfum sem fæðst næstu vikurnar á Stóra Ármóti.Sveinn skrifaði eftirfarandi færslu í gestabók einangrunarstöðvarinnar í dag þegar hann koma þangað til að skoða Vísi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Kúnni og kálfinum heilsast vel, kálfurinn er farin að leika sér sem þýðir að hann er greinilega komin á spena,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, sem skoðaði kálfinn í dag. „Góður Vísir, kemur úr fósturvísi og vísir að holdanautarækt í landinu,“ þannig kemur nafnið til bætir Sveinn við. Vísir fer á næstu dögum í níu mánaða einangrun á stöðinni en eftir það verður farið að taka sæði úr honum og dreifa til nautgripabænda. En af hverju er verið að leggja svona mikla áherslu á Aberdeen Angus gripi á Íslandi? „Það er vegna þess við erum að fara að framleiða betra nautakjöt og þetta Aberdeen Angus kyn er mjög gott. Það er mikil bragðgæði í þessu kjöti, þetta er kannski ekki stærsta holdanautakynið en það ber af varðandi bragðgæði. Svo er þetta harðgert kyn sem hentar vel íslenskum aðstæðum“, segir Sveinn.Stóri Tígur í Noreli er pabbi Vísis og mun eiga ellefu af þeim tíu kálfum sem fæðast á Angus kyni á Stóra Ármóti á næstu vikum.Heimasíða Búnaðarsambands Suðurlands Tengdar fréttir Ný Einangrunarstöð fyrir holdanaut á Íslandi Fjörutíu fósturvísar úr norskum Aberdeen Angus holdagripum er nú komnir til landsins og bíða þess að vera komið fyrir í 36 kúm í nýrri einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóa. 11. nóvember 2017 20:14 Ráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt "Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna.“ 7. apríl 2018 19:45 Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Því var fagnað í dag að fyrsti norskættaði kálfurinn af Aberdeen Angus kyni kom í heiminn á nýrri einangrunarstöð fyrir holdagripi á Stóra Ármóti í Flóahreppi. Kálfurinn hefur fengið nafnið Vísir. Vísir bar sig vel úti á túni í dag við einangrunarstöðina en hann kom í heiminn um klukkan 05:13 í morgun, svartur nautkálfur. Mamma hans er kýr númer 1898 frá Lambhaga á Rangárvöllum, svokölluð staðgöngumóðir en pabbi Vísis er stór boli frá Noregi, Stóri Tígur sem er faðir þeirra tíu af þeim ellefu kálfum sem fæðst næstu vikurnar á Stóra Ármóti.Sveinn skrifaði eftirfarandi færslu í gestabók einangrunarstöðvarinnar í dag þegar hann koma þangað til að skoða Vísi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Kúnni og kálfinum heilsast vel, kálfurinn er farin að leika sér sem þýðir að hann er greinilega komin á spena,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, sem skoðaði kálfinn í dag. „Góður Vísir, kemur úr fósturvísi og vísir að holdanautarækt í landinu,“ þannig kemur nafnið til bætir Sveinn við. Vísir fer á næstu dögum í níu mánaða einangrun á stöðinni en eftir það verður farið að taka sæði úr honum og dreifa til nautgripabænda. En af hverju er verið að leggja svona mikla áherslu á Aberdeen Angus gripi á Íslandi? „Það er vegna þess við erum að fara að framleiða betra nautakjöt og þetta Aberdeen Angus kyn er mjög gott. Það er mikil bragðgæði í þessu kjöti, þetta er kannski ekki stærsta holdanautakynið en það ber af varðandi bragðgæði. Svo er þetta harðgert kyn sem hentar vel íslenskum aðstæðum“, segir Sveinn.Stóri Tígur í Noreli er pabbi Vísis og mun eiga ellefu af þeim tíu kálfum sem fæðast á Angus kyni á Stóra Ármóti á næstu vikum.Heimasíða Búnaðarsambands Suðurlands
Tengdar fréttir Ný Einangrunarstöð fyrir holdanaut á Íslandi Fjörutíu fósturvísar úr norskum Aberdeen Angus holdagripum er nú komnir til landsins og bíða þess að vera komið fyrir í 36 kúm í nýrri einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóa. 11. nóvember 2017 20:14 Ráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt "Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna.“ 7. apríl 2018 19:45 Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Ný Einangrunarstöð fyrir holdanaut á Íslandi Fjörutíu fósturvísar úr norskum Aberdeen Angus holdagripum er nú komnir til landsins og bíða þess að vera komið fyrir í 36 kúm í nýrri einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóa. 11. nóvember 2017 20:14
Ráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt "Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna.“ 7. apríl 2018 19:45
Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00