Neitaði að borga reikninginn og stal víninu Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 06:41 Mikill þorsti virðist hafa gripið manninn á útleiðinni. vísir/getty Lögreglan var kölluð að veitingastað í miðborginni í nótt vegna ölvaðs manns sem verið hafði til vandræða. Maðurinn er sagður hafa verið með dólgslæti inn á veitingastaðnum og neitað að borga reikninginn sem honum var færður. Þess í stað hafi maðurinn rokið á dyr án þess að greiða skuldir sínar og á leiðinni út hafi hann kippt með sér flösku af borðinu. Ætla má að þar hafi verið um vínflösku að ræða því maðurinn var sem fyrr segir orðinn talsvert ölvaður þegar þarna var komið við sögu. Maðurinn komst þó ekki langt með flöskuna því lögreglan segist hafa handsamað hann og flutt í næsta fangaklefa. Hann var þó ekki eini ölvaði maðurinn sem komst í kast við lögin í miðborginni í nótt. Lögreglumenn eru til að mynda sagðir hafa veitt áberandi drukknum karlmanni á reiðhjóli nokkra athygli því hann hafi átt „erfitt með að valda hjólinu sökum ölvunar.“ Í sömu andrá er kona sögð hafa komið hlaupandi til lögreglumannanna og tilkynnt þeim að drukkni hjólreiðamaðurinn hafi í raun stolið hjólinu sínu. Sá ölvaði var því stöðvaður af lögreglu og vistaður í fangaklefa. Hjólið komst að sama skapi aftur til síns heima. Lögreglumál Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Lögreglan var kölluð að veitingastað í miðborginni í nótt vegna ölvaðs manns sem verið hafði til vandræða. Maðurinn er sagður hafa verið með dólgslæti inn á veitingastaðnum og neitað að borga reikninginn sem honum var færður. Þess í stað hafi maðurinn rokið á dyr án þess að greiða skuldir sínar og á leiðinni út hafi hann kippt með sér flösku af borðinu. Ætla má að þar hafi verið um vínflösku að ræða því maðurinn var sem fyrr segir orðinn talsvert ölvaður þegar þarna var komið við sögu. Maðurinn komst þó ekki langt með flöskuna því lögreglan segist hafa handsamað hann og flutt í næsta fangaklefa. Hann var þó ekki eini ölvaði maðurinn sem komst í kast við lögin í miðborginni í nótt. Lögreglumenn eru til að mynda sagðir hafa veitt áberandi drukknum karlmanni á reiðhjóli nokkra athygli því hann hafi átt „erfitt með að valda hjólinu sökum ölvunar.“ Í sömu andrá er kona sögð hafa komið hlaupandi til lögreglumannanna og tilkynnt þeim að drukkni hjólreiðamaðurinn hafi í raun stolið hjólinu sínu. Sá ölvaði var því stöðvaður af lögreglu og vistaður í fangaklefa. Hjólið komst að sama skapi aftur til síns heima.
Lögreglumál Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira