Hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. ágúst 2018 19:00 Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. Starfsfólk gjaldskýlisins, sem sumt hvert hefur starfað þar frá upphafi, segir að þjónustustigið á staðnum muni minnka. Rekstrarfélag Spalar gaf það út í júní að hætt yrði að rukka fyrir akstur í gegnum Hvalfjarðargöngin í september en ljóst er að svo verður ekki um sinn. Hvalfjarðargöng eru á sínu tuttugasta og fyrsta aldursári og allan þann tíma hafa ökumenn og vegfarendur greitt veggjöld í gegnum göngin. Eftir um mánuð mun gjaldskýlið hins vegar heyra sögunni til.Umræða um er uppi um að bora þurfi ný Hvalfjarðargöng.Vísir/JóiUmferð í gegnum göngin hefur aukist stöðugt frá fyrsta degi og verið mun meiri en spár gerðu ráð fyrir í upphafi. Á öllu árinu 2017 fóru tæplega 2,6 milljónir ökutækja í gegn. Þessa daganna gæti óþreyju hjá ökumönnum hvenær gjaldtöku verði hætt. „Mikið spurt og spáð hvenær þessu ljúki og hérna margir halda að þessu ljúki á morgun sem ekki er,“ segir Þórarinn Helgason, starfsmaður í gjaldskýlinu.Hvað heilsarðu mörgum á dag? „Ég tel það ekki,“ segir Þórarinn og hlær.Margir kannast við þessa stöðu.Vísir/JóiÞórarinn hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi með örlitlum frávikum. Þegar göngin verða afhent ríkinu mun allt starfsfólk láta af störfum. „Maður er búinn að vera svona í þessu þjónustuhlutverki í dálítið langan tíma,“ segir Þórarinn.Hvað verður um starfsfólkið? „Einhverjir hafa nú þegar ráðið sig til annarra starfa og svo eru sumir í óvissu en hvað mig varðar að þá er mínum ferli lokið. Ég sný mér að einhverju öðru heima fyrir,“ segir Þórarinn. Margir kannast við þjónustubifreiðina sem hefur staðið við Hvalfjarðargöngin en starfsmenn hafa sinnt viðbragði gerist eitthvað í göngunum, stundum á einungis nokkrum mínútum. Nú er óvíst hvort þessi bifreið verði áfram á staðnum. Þórarinn segist hafa áhyggjur af því að þjónustustig í kringum göngin lækki þegar ríkið rekur við rekstrinum. „Ég segi nú að sporin hræða því að ríkið er nú þekkt fyrir annað en að stunda viðhaldsvinnu á eignum sínum en maður á kannski ekkert að vera dæma um það fyrir fram en ég á eftir að sjá að það verði farið í gegnum göngin daglega eins og gert er hér,“ segir Þórarinn að lokum. Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. 16. ágúst 2018 15:57 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. Starfsfólk gjaldskýlisins, sem sumt hvert hefur starfað þar frá upphafi, segir að þjónustustigið á staðnum muni minnka. Rekstrarfélag Spalar gaf það út í júní að hætt yrði að rukka fyrir akstur í gegnum Hvalfjarðargöngin í september en ljóst er að svo verður ekki um sinn. Hvalfjarðargöng eru á sínu tuttugasta og fyrsta aldursári og allan þann tíma hafa ökumenn og vegfarendur greitt veggjöld í gegnum göngin. Eftir um mánuð mun gjaldskýlið hins vegar heyra sögunni til.Umræða um er uppi um að bora þurfi ný Hvalfjarðargöng.Vísir/JóiUmferð í gegnum göngin hefur aukist stöðugt frá fyrsta degi og verið mun meiri en spár gerðu ráð fyrir í upphafi. Á öllu árinu 2017 fóru tæplega 2,6 milljónir ökutækja í gegn. Þessa daganna gæti óþreyju hjá ökumönnum hvenær gjaldtöku verði hætt. „Mikið spurt og spáð hvenær þessu ljúki og hérna margir halda að þessu ljúki á morgun sem ekki er,“ segir Þórarinn Helgason, starfsmaður í gjaldskýlinu.Hvað heilsarðu mörgum á dag? „Ég tel það ekki,“ segir Þórarinn og hlær.Margir kannast við þessa stöðu.Vísir/JóiÞórarinn hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi með örlitlum frávikum. Þegar göngin verða afhent ríkinu mun allt starfsfólk láta af störfum. „Maður er búinn að vera svona í þessu þjónustuhlutverki í dálítið langan tíma,“ segir Þórarinn.Hvað verður um starfsfólkið? „Einhverjir hafa nú þegar ráðið sig til annarra starfa og svo eru sumir í óvissu en hvað mig varðar að þá er mínum ferli lokið. Ég sný mér að einhverju öðru heima fyrir,“ segir Þórarinn. Margir kannast við þjónustubifreiðina sem hefur staðið við Hvalfjarðargöngin en starfsmenn hafa sinnt viðbragði gerist eitthvað í göngunum, stundum á einungis nokkrum mínútum. Nú er óvíst hvort þessi bifreið verði áfram á staðnum. Þórarinn segist hafa áhyggjur af því að þjónustustig í kringum göngin lækki þegar ríkið rekur við rekstrinum. „Ég segi nú að sporin hræða því að ríkið er nú þekkt fyrir annað en að stunda viðhaldsvinnu á eignum sínum en maður á kannski ekkert að vera dæma um það fyrir fram en ég á eftir að sjá að það verði farið í gegnum göngin daglega eins og gert er hér,“ segir Þórarinn að lokum.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. 16. ágúst 2018 15:57 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. 16. ágúst 2018 15:57
Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15