Bráðamóttakan á Menningarnótt: Ölvun, átök og aukastarfsfólk á vakt Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 15:00 Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Vísir/Anton Brink Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. Yfirlæknir bráðalækninga segir að frekar hafi borið á tilfellum tengdum skemmtanalífi miðað við fyrri ár.Sjá einnig: Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja „Það er almennt mikið álag á bráðamóttökunni á Menningarnótt og meira álag en miðað við aðra daga. Við undirbúum okkur með því að hafa aukastarfsfólk á vaktinni þennan dag og þessa nótt, í öllum starfsstéttum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum í samtali við Vísi. Aðspurður segir Jón að tilfellin tengist flest hátíðahöldum í borginni.Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku.Mynd/Aðsend„Í fyrsta lagi eru þetta tilfelli sem tengjast Reykjavíkurmaraþoninu, bæði meiðsli og ofáreynsla sem geta komið þaðan, og svo eftir því sem líður á daginn og kvöldið eru það tilfelli sem snúa að ölvun og átökum.“Hvernig var álagið á laugardaginn miðað við fyrri Menningarnætur?„Það var minna að gera í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið en heldur meira að gera í tengslum við skemmtanalíf kvöldsins.“ Að sögn Hrannar Stefánsdóttur, verkefnastjóra neyðarmóttöku Landspítalans, var álagið ekki mikið á neyðarmóttöku kynferðisbrota á Menningarnótt nú um helgina. Hún tekur þó undir með Jóni og segir almennt um að ræða mikla álagsnótt á spítalanum. Eins og áður hefur komið fram var einnig afar mikill erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt. Samtals þurfti lögregla að sinna 131 máli og tíu gistu fangageymslur. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir, talsvert var um ölvun og slagsmál meðal ungmenna auk þess sem lögregla var tvisvar kölluð til vegna gruns um heimilisofbeldi. Heilbrigðismál Landspítalinn Lögreglumál Menningarnótt Tengdar fréttir Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58 Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. 19. ágúst 2018 19:33 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. Yfirlæknir bráðalækninga segir að frekar hafi borið á tilfellum tengdum skemmtanalífi miðað við fyrri ár.Sjá einnig: Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja „Það er almennt mikið álag á bráðamóttökunni á Menningarnótt og meira álag en miðað við aðra daga. Við undirbúum okkur með því að hafa aukastarfsfólk á vaktinni þennan dag og þessa nótt, í öllum starfsstéttum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum í samtali við Vísi. Aðspurður segir Jón að tilfellin tengist flest hátíðahöldum í borginni.Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku.Mynd/Aðsend„Í fyrsta lagi eru þetta tilfelli sem tengjast Reykjavíkurmaraþoninu, bæði meiðsli og ofáreynsla sem geta komið þaðan, og svo eftir því sem líður á daginn og kvöldið eru það tilfelli sem snúa að ölvun og átökum.“Hvernig var álagið á laugardaginn miðað við fyrri Menningarnætur?„Það var minna að gera í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið en heldur meira að gera í tengslum við skemmtanalíf kvöldsins.“ Að sögn Hrannar Stefánsdóttur, verkefnastjóra neyðarmóttöku Landspítalans, var álagið ekki mikið á neyðarmóttöku kynferðisbrota á Menningarnótt nú um helgina. Hún tekur þó undir með Jóni og segir almennt um að ræða mikla álagsnótt á spítalanum. Eins og áður hefur komið fram var einnig afar mikill erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt. Samtals þurfti lögregla að sinna 131 máli og tíu gistu fangageymslur. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir, talsvert var um ölvun og slagsmál meðal ungmenna auk þess sem lögregla var tvisvar kölluð til vegna gruns um heimilisofbeldi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Lögreglumál Menningarnótt Tengdar fréttir Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58 Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. 19. ágúst 2018 19:33 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58
Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. 19. ágúst 2018 19:33
Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37