Innlent

Fyrsta skrefið í átt að ókeypis skólamáltíðum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Gjald fyrir mat í skólum lækkar um þriðjung.
Gjald fyrir mat í skólum lækkar um þriðjung. Fréttablaðið/Vilhelm

Gjald sem greitt er fyrir hádegismat barna í grunnskólum og leikskólum Fjarðabyggðar verður lækkað um þriðjung frá 1. október samkvæmt ákvörðun bæjarráðs.

Fæðisgjald í grunnskólum verður þannig 300 krónur á dag í stað 450 króna og hádegismatur í leikskóla mun kosta 2.937 krónur á mánuði í staðinn fyrir 4.406 krónur. „Þetta er fyrsti liður í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum hjá Fjarðabyggð,“ segir í fundargerðinni.

Í sameiginlegri bókun fulltrúa meirihlutans og fulltrúa Miðflokksins segir að þeir telji það mikið jafnréttismál að Fjarðabyggð bjóði upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir leik- og grunnskólabarna. „Með því munum við létta undir með barnafjölskyldum ásamt því að standast 2. grein í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnræði og bann við mismunun,“ segir í bókuninni.

Kostnaður við þetta nemur 7 milljónum króna á árinu og gerður verður viðauki við fjárhagsáætlun vegna þessa. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks sat hjá við afgreiðslu málsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.