Innlent

Margir stúdentar bíða úthlutunar

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Stúdentagarðar við Eggertsgötu.
Stúdentagarðar við Eggertsgötu. Fréttablaðið/Ernir

729 umsækjendur eru á biðlista eftir húsnæði á vegum Félagsstofnunar stúdenta eftir að haustúthlutun lauk. Er það betra ástand en í fyrra þegar 824 voru á biðlista.

Um 1.200 leigueiningar eru til ráðstöfunar og voru umsóknir fyrir haustið alls 1.656. Þegar búið var að úthluta íbúðum til núverandi leigjenda sem hafa rétt á áframhaldandi búsetu voru 185 leigueiningar til ráðstöfunar fyrir nýja leigjendur.

Stefnt er að því að taka næsta áfanga Stúdentagarða í notkun í janúar 2020 en um er að ræða 244 íbúðir á lóð Vísindagarða á háskólasvæðinu.

Í tilkynningu frá Félagsstofnun stúdenta kemur fram að í dag geti stofnunin boðið tíu prósentum nemenda við Háskóla Íslands húsnæði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.