Innlent

Margir stúdentar bíða úthlutunar

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Stúdentagarðar við Eggertsgötu.
Stúdentagarðar við Eggertsgötu. Fréttablaðið/Ernir
729 umsækjendur eru á biðlista eftir húsnæði á vegum Félagsstofnunar stúdenta eftir að haustúthlutun lauk. Er það betra ástand en í fyrra þegar 824 voru á biðlista.

Um 1.200 leigueiningar eru til ráðstöfunar og voru umsóknir fyrir haustið alls 1.656. Þegar búið var að úthluta íbúðum til núverandi leigjenda sem hafa rétt á áframhaldandi búsetu voru 185 leigueiningar til ráðstöfunar fyrir nýja leigjendur.

Stefnt er að því að taka næsta áfanga Stúdentagarða í notkun í janúar 2020 en um er að ræða 244 íbúðir á lóð Vísindagarða á háskólasvæðinu.

Í tilkynningu frá Félagsstofnun stúdenta kemur fram að í dag geti stofnunin boðið tíu prósentum nemenda við Háskóla Íslands húsnæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×