Barði mann með stálröri og henti honum upp á pallbíl Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2018 18:17 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi á þriðjudaginn mann á fertugsaldri í 18 mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri í apríl 2016. Annar maður sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. Hinum dæmda var gefið að sök að hafa ráðist á mann í heitum potti, dregið hann upp úr pottinum og barið hann ítrekað með barefli. Þá átti fórnarlamb árásarinnar að hafa úlnliðsbrotnað í árásinni. Þá var hinn dæmdi einnig ákærður fyrir að hafa, ásamt hinum meðákærða, sett þolandann aftan á pallbíl og keyrt með hann meðvitundarlausan upp í Fálkafell, þar sem þolandinn varð fyrir meiri barsmíðum og ofbeldi og var síðan skilinn eftir meðvitundarlaus þar til vegfarandi gekk fram á hann á tólfta tímanum. Í ákærunni segir að árásin hafi verið handrukkun í tengslum við fíkniefnaskuld. Báðir hinna ákærðu neituðu sök í málinu.Báðir mennirnir fundnir sekir um fíkniefnalagabrotÍ dómi málsins kemur fram að maðurinn er fundinn sekur um alla ákæruliði nema einn, en ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að maðurinn hefði sparkað í höfuð brotaþola eins og haldið var fram í ákærunni. Þá þótti ekki talið sannað að úlnliður þolanda hafi brotnað í átökunum. Hinn maðurinn, sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. Ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að hann hefði verið í slagtogi með hinum dæmda, þar sem ekkert vitnanna í málinu gat staðfest þá fullyrðingu þolandans með óyggjandi hætti. Þrátt fyrir að hafa verið sýknaður í líkamsárásarmálinu fékk hinn meðákærði eins mánaðar fangelsisdóm þar sem báðir hinna ákærðu voru dæmdir fyrir fíkniefnalagabrot. Hinum dæmda var gert að greiða brotaþola eina milljón króna í miskabætur, en brotaþoli hafði áður farið fram á tvær milljónir króna.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Innlent Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina: „Komið gott“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi á þriðjudaginn mann á fertugsaldri í 18 mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri í apríl 2016. Annar maður sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. Hinum dæmda var gefið að sök að hafa ráðist á mann í heitum potti, dregið hann upp úr pottinum og barið hann ítrekað með barefli. Þá átti fórnarlamb árásarinnar að hafa úlnliðsbrotnað í árásinni. Þá var hinn dæmdi einnig ákærður fyrir að hafa, ásamt hinum meðákærða, sett þolandann aftan á pallbíl og keyrt með hann meðvitundarlausan upp í Fálkafell, þar sem þolandinn varð fyrir meiri barsmíðum og ofbeldi og var síðan skilinn eftir meðvitundarlaus þar til vegfarandi gekk fram á hann á tólfta tímanum. Í ákærunni segir að árásin hafi verið handrukkun í tengslum við fíkniefnaskuld. Báðir hinna ákærðu neituðu sök í málinu.Báðir mennirnir fundnir sekir um fíkniefnalagabrotÍ dómi málsins kemur fram að maðurinn er fundinn sekur um alla ákæruliði nema einn, en ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að maðurinn hefði sparkað í höfuð brotaþola eins og haldið var fram í ákærunni. Þá þótti ekki talið sannað að úlnliður þolanda hafi brotnað í átökunum. Hinn maðurinn, sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. Ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að hann hefði verið í slagtogi með hinum dæmda, þar sem ekkert vitnanna í málinu gat staðfest þá fullyrðingu þolandans með óyggjandi hætti. Þrátt fyrir að hafa verið sýknaður í líkamsárásarmálinu fékk hinn meðákærði eins mánaðar fangelsisdóm þar sem báðir hinna ákærðu voru dæmdir fyrir fíkniefnalagabrot. Hinum dæmda var gert að greiða brotaþola eina milljón króna í miskabætur, en brotaþoli hafði áður farið fram á tvær milljónir króna.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Innlent Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina: „Komið gott“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00