Segir þurfa að taka markvisst á misskiptingunni í samfélaginu Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. ágúst 2018 07:15 Heildartekjur einstaklinga 2017 voru að meðaltali 6,4 milljónir en miðgildið um 5 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Heildartekjur einstaklinga voru að meðaltali 6,4 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni sem unnar eru úr skattframtölum einstaklinga 16 ára og eldri. Miðgildi heildartekna var 5 milljónir sem þýðir að helmingur hafði tekjur undir þeirri fjárhæð og helmingur tekjur yfir þeirri fjárhæð. Hagstofan greinir einnig dreifingu tekna. Þannig voru heildartekjur tekjuhæsta eins prósentsins að meðaltali 26,3 milljónir á síðasta ári og jukust um rúma 1,7 milljónir milli ára. Meðaltekjur tekjuhæstu fimm prósentanna voru 14,1 milljón og tekjuhæstu tíu prósentanna 11,1 milljón. Meðaltekjur tekjulægstu tíu prósentanna voru um 1,8 milljónir og hjá næstu tíu prósentum 3 milljónir. Þá hafa fjármagnstekjur farið vaxandi síðustu ár þótt þær séu töluvert minni en á árunum fyrir hrun. Þær voru að meðaltali 626 þúsund krónur á síðasta ári. Þeim er þó misskipt því miðgildið var um 15 þúsund krónur. „Ástæða þess að fólk í efstu lögum samfélagsins getur rakað til sín fjármagnstekjum og almennt lifað sínu góða lífi er sú að hér er hópi fólks haldið markvisst niðri efnahagslega,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags. Sólveig Anna segir að krafan geti ekki bara verið sú að láglaunafólk þurfi að sýna sanngirni, heldur þurfi að draga tekjuhæstu hópana til ábyrgðar. „Stemningin er sú að þessir hópar hafi verið að rífa sig markvisst burt frá því sem almenningur telur skynsamlegt og sanngjarnt í efnahagslegu tilliti.“Sólveig Anna, formaður Eflingar stéttarfélags.Hún segir Eflingu bæði leggja áherslu á hefðbundna kjarabaráttu en líka hið stærra samfélagslega verkefni. „Við viljum taka markvisst á misskiptingunni í samfélaginu. Við höfum talað fyrir verkfæri eins og ójöfnuðarstuðli. Þannig væri hægt að fylgjast með skiptingu tekna og auðs í samfélaginu. Þetta snýst um það hvernig samfélagi við viljum búa í.“ Í tölum Hagstofunnar kemur í ljós umtalsverður munur á heildartekjum kynjanna. Þannig voru heildartekjur karla að meðaltali um 7,3 milljónir en kvenna 5,6 milljónir. Miðgildi heildartekna karla var 5,7 milljónir en 4,5 milljónir hjá konum. Einnig var töluverður munur á tekjum einstaklinga eftir sveitarfélögum. Af fimmtán fjölmennustu sveitarfélögunum voru heildartekjurnar hæstar að meðaltali í Garðabæ eða tæpar 8,2 milljónir og á Seltjarnarnesi þar sem þær voru rúm 8,1 milljón. Lægstar heildartekjur meðal fimmtán fjölmennustu sveitarfélaganna voru í Borgarbyggð, eða tæplega 5,4 milljónir, og í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þær voru tæpar 5,5 milljónir. Af fjölmennustu sveitarfélögunum voru meðalfjármagnstekjur hæstar á Seltjarnarnesi þar sem þær voru um 1,4 milljónir og í Garðabæ þar sem þær voru tæplega 1,3 milljónir. Á hinum endanum var Reykjanesbær þar sem fjármagnstekjur voru 296 þúsund að meðaltali og Fjarðabyggð þar sem þær voru 303 þúsund. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Heildartekjur einstaklinga voru að meðaltali 6,4 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni sem unnar eru úr skattframtölum einstaklinga 16 ára og eldri. Miðgildi heildartekna var 5 milljónir sem þýðir að helmingur hafði tekjur undir þeirri fjárhæð og helmingur tekjur yfir þeirri fjárhæð. Hagstofan greinir einnig dreifingu tekna. Þannig voru heildartekjur tekjuhæsta eins prósentsins að meðaltali 26,3 milljónir á síðasta ári og jukust um rúma 1,7 milljónir milli ára. Meðaltekjur tekjuhæstu fimm prósentanna voru 14,1 milljón og tekjuhæstu tíu prósentanna 11,1 milljón. Meðaltekjur tekjulægstu tíu prósentanna voru um 1,8 milljónir og hjá næstu tíu prósentum 3 milljónir. Þá hafa fjármagnstekjur farið vaxandi síðustu ár þótt þær séu töluvert minni en á árunum fyrir hrun. Þær voru að meðaltali 626 þúsund krónur á síðasta ári. Þeim er þó misskipt því miðgildið var um 15 þúsund krónur. „Ástæða þess að fólk í efstu lögum samfélagsins getur rakað til sín fjármagnstekjum og almennt lifað sínu góða lífi er sú að hér er hópi fólks haldið markvisst niðri efnahagslega,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags. Sólveig Anna segir að krafan geti ekki bara verið sú að láglaunafólk þurfi að sýna sanngirni, heldur þurfi að draga tekjuhæstu hópana til ábyrgðar. „Stemningin er sú að þessir hópar hafi verið að rífa sig markvisst burt frá því sem almenningur telur skynsamlegt og sanngjarnt í efnahagslegu tilliti.“Sólveig Anna, formaður Eflingar stéttarfélags.Hún segir Eflingu bæði leggja áherslu á hefðbundna kjarabaráttu en líka hið stærra samfélagslega verkefni. „Við viljum taka markvisst á misskiptingunni í samfélaginu. Við höfum talað fyrir verkfæri eins og ójöfnuðarstuðli. Þannig væri hægt að fylgjast með skiptingu tekna og auðs í samfélaginu. Þetta snýst um það hvernig samfélagi við viljum búa í.“ Í tölum Hagstofunnar kemur í ljós umtalsverður munur á heildartekjum kynjanna. Þannig voru heildartekjur karla að meðaltali um 7,3 milljónir en kvenna 5,6 milljónir. Miðgildi heildartekna karla var 5,7 milljónir en 4,5 milljónir hjá konum. Einnig var töluverður munur á tekjum einstaklinga eftir sveitarfélögum. Af fimmtán fjölmennustu sveitarfélögunum voru heildartekjurnar hæstar að meðaltali í Garðabæ eða tæpar 8,2 milljónir og á Seltjarnarnesi þar sem þær voru rúm 8,1 milljón. Lægstar heildartekjur meðal fimmtán fjölmennustu sveitarfélaganna voru í Borgarbyggð, eða tæplega 5,4 milljónir, og í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þær voru tæpar 5,5 milljónir. Af fjölmennustu sveitarfélögunum voru meðalfjármagnstekjur hæstar á Seltjarnarnesi þar sem þær voru um 1,4 milljónir og í Garðabæ þar sem þær voru tæplega 1,3 milljónir. Á hinum endanum var Reykjanesbær þar sem fjármagnstekjur voru 296 þúsund að meðaltali og Fjarðabyggð þar sem þær voru 303 þúsund.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira