Lífið

Kendall Jenner reitir fyrirsætusamfélagið til reiði

Sylvía Hall skrifar
Kendall Jenner er hæstlaunaðasta fyrirsæta heims.
Kendall Jenner er hæstlaunaðasta fyrirsæta heims. Vísir/Getty
Kendall Jenner hefur reitt margar fyrirsætur til reiði með orðum sem hún lét falla í viðtali við tímaritið Love á dögunum. Þar sagði Jenner að hún veldi öll sín verkefni af kostgæfni og tæki ekki hvaða verkefni sem er að sér.

„Við höfum vandlát á hvaða verkefni og sýningar ég tek að mér. Ég var aldrei ein af þessum stelpum sem tóku þátt í þrjátíu sýningum á tímabili eða hvern fjandann þessar stelpur gera.“





Þessi orð hafa fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum fyrirsætum, en margar þeirra þurftu að taka öllum verkefnum sem buðust til þess að vinna sig upp innan fyrirsætuheimsins og voru ekki í stöðu til þess að vera vandlátar.

Jenner, sem er 22 ára, er dóttir Kris Jenner og systir Kardashian systranna og er hæstlaunaðasta fyrirsæta heimsins um þessar mundir. Það var því ekki erfitt fyrir hana að koma sér á framfæri eins og margir kollegar hennar benda á, en hún hefur margoft birst í raunveruleikaþáttum fjölskyldunnar Keeping Up With The Kardashians.  

Rússneska fyrirsætan Daria Strokus vakti athygli á orðum Jenner á Instagram-reikning sínum og sagði að „þessar stelpur“ sem tækju þátt í öllum sýningum hvers tímabils væru að gera sitt besta til þess að koma sér á framfæri og sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum. Þá benti hún á að sýningarnar væru sjötíu, ekki þrjátíu eins og Jenner hafði sagt.

Skjáskot
Victoria Secret fyrirsætan Leomie Anderson sagðist vera hneyksluð á orðum Jenner, en ekki hissa. Hún sagði ekki alla hafa þann möguleika á að sleppa því að mæta í prufur, vinna minna en aðrir og fá borgað mun meira.



Jenner hefur beðist afsökunar og sagt að orð sín hafi verið tekin úr samhengi. Hún segir að hún hafi meint vel og beri ekkert nema virðingu fyrir öðrum fyrirsætum.



Sara Ziff, stofnandi Model Alliance, skrifaði opið bréf til Jenner þar sem hún sagði að orð hennar gætu hafa verið tekin úr samhengi, en viðbrögð annarra fyrirsæta væru skiljanleg þar sem bransinn væri harður og margar þurft að þola áreitni, útlitskröfur og vangoldin laun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×