Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2018 16:03 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrir peningaþvætti. Í ákærunni kemur fram að Júlíusi eigi að hafa á árunum 2010 til 2014 geymt á bankareikningi sínum, hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum, og sterlingspundum. Í ákærunni er því haldið fram að þessir fjármunir hafi verið ávinningur refsiverðra brota, þar sem um var að ræða tekjur sem Júlíusi hafði hlotnast nokkrum árum fyrr, en ekki talið fram til skatts, og því ekki greitt tekjuskatt og útsvar af í samræmi við ákvæði skattalaga, ásamt vöxtum af því fé. Á Júlíus að hafa ráðstafað umræddum fjármunum af fyrrnefndum bankareikningi hjá UBS banka inn á bankareikning hjá bankanum Bär í Sviss sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation, en réttahafar vörslusjóðsins voru Júlíus Vífill, eiginkona hans og börn. Er fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, það er skattar sem Júlíus á að hafa komið sér undan við að greiða og vextir af því fé, áætluð á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Krefst embætti Héraðssaksóknara þess að Júlíus verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákærunni er Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað og því ekki hægt að segja með fullkominni vissu hver ávinningurinn var þar sem hlutfall tekjuskatts og útsvars af tekjustofni var breytilegt á árunum fyrir 2006. Ávinningurinn sem er ákært fyrir þvætti á, á að hafa komið til vegna skattalagabrota Júlíusar á gjaldárinu 2006 eða fyrir þann tíma. Á Júlíus að hafa aflað þeirra tekna árið 2005 eða fyrr en ekki talið þær fram til skatts. Er hann því sagður hafa með því gerst sekur um refsivert brot gegn skattalögum þar sem hann kom sér undan því að greiða tekjuskatt og útsvar af umræddum tekjum sínum, sem var samanlagt á árunum fyrir 2006 allt að 38 til 39 prósent af tekjuskattsstofni. Eru umrædd skattalagabrot sögð fyrnd en að það breyti ekki þeirri staðreynd að sá hluti fjármunanna sem greiða hefði átt í tekjuskatt og útsvar og sá ávinningur sem hann hefur haft af þeim síðar, svo sem vaxtatekjur og gengishagnaður, sé andlag peningaþvættisbrots Júlíusar, sem er ákært fyrir, þar sem umrætt fé sé ávinningur af skattalagabrotum Júlíusar sem voru refsiverð þegar þau voru framin. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Rannsókn á máli Júlíusar Vífils lokið Málið fer nú í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn. 12. júní 2018 14:50 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrir peningaþvætti. Í ákærunni kemur fram að Júlíusi eigi að hafa á árunum 2010 til 2014 geymt á bankareikningi sínum, hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum, og sterlingspundum. Í ákærunni er því haldið fram að þessir fjármunir hafi verið ávinningur refsiverðra brota, þar sem um var að ræða tekjur sem Júlíusi hafði hlotnast nokkrum árum fyrr, en ekki talið fram til skatts, og því ekki greitt tekjuskatt og útsvar af í samræmi við ákvæði skattalaga, ásamt vöxtum af því fé. Á Júlíus að hafa ráðstafað umræddum fjármunum af fyrrnefndum bankareikningi hjá UBS banka inn á bankareikning hjá bankanum Bär í Sviss sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation, en réttahafar vörslusjóðsins voru Júlíus Vífill, eiginkona hans og börn. Er fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, það er skattar sem Júlíus á að hafa komið sér undan við að greiða og vextir af því fé, áætluð á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Krefst embætti Héraðssaksóknara þess að Júlíus verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákærunni er Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað og því ekki hægt að segja með fullkominni vissu hver ávinningurinn var þar sem hlutfall tekjuskatts og útsvars af tekjustofni var breytilegt á árunum fyrir 2006. Ávinningurinn sem er ákært fyrir þvætti á, á að hafa komið til vegna skattalagabrota Júlíusar á gjaldárinu 2006 eða fyrir þann tíma. Á Júlíus að hafa aflað þeirra tekna árið 2005 eða fyrr en ekki talið þær fram til skatts. Er hann því sagður hafa með því gerst sekur um refsivert brot gegn skattalögum þar sem hann kom sér undan því að greiða tekjuskatt og útsvar af umræddum tekjum sínum, sem var samanlagt á árunum fyrir 2006 allt að 38 til 39 prósent af tekjuskattsstofni. Eru umrædd skattalagabrot sögð fyrnd en að það breyti ekki þeirri staðreynd að sá hluti fjármunanna sem greiða hefði átt í tekjuskatt og útsvar og sá ávinningur sem hann hefur haft af þeim síðar, svo sem vaxtatekjur og gengishagnaður, sé andlag peningaþvættisbrots Júlíusar, sem er ákært fyrir, þar sem umrætt fé sé ávinningur af skattalagabrotum Júlíusar sem voru refsiverð þegar þau voru framin.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Rannsókn á máli Júlíusar Vífils lokið Málið fer nú í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn. 12. júní 2018 14:50 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54
Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00
Rannsókn á máli Júlíusar Vífils lokið Málið fer nú í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn. 12. júní 2018 14:50
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu