Innlent

Ferðamaðurinn að Fjallabaki heill á húfi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vont veður var á svæðinu í nótt.
Vont veður var á svæðinu í nótt. Aðsend

Maðurinn sem leitað var að á Fjallabaki, norðan Torfajökuls, fannst í nótt - heill á húfi. Greint var frá því í gærkvöldi að næstum 200 björgunarsveitarmenn hafi verið kallaðir út eftir að boð bárust frá neyðarsendi mannsins.

Staðsetning boðanna reyndist vera nokkuð óljós og ekki bætti slæmt veður á svæðinu úr skák.

Maðurinn, sem var erlendur ferðamaður, fannst svo í nótt í Jökulgili, sem gengur í átt að Torfajökli frá Landmannalaugum. Hann var einn á ferð og hélt sig í tjaldi. Hann var blautur og hrakinn en talið er að hann hefði vafalaust geta orðið ofkældur ef hann hefði ekki getað búið um sig í tjaldinu.

Verið er að fylgja manninum til byggða af björgunarsveitarmönnum, sem buðust til að bera farangur hans.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.