Lögum um ríkisborgararétt verður breytt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 20:00 Dómsmálaráðherra mun leggja til breytingar á lögum um veitingu ríkisborgararéttar á komandi þingvetri. Mál Litháa sem búið hefur á Íslandi um árabil hefur vakið mikla athygli en hann fær ekki ríkisborgararétt vegna umferðalagabrota. Til greina kemur að skoða hvort eðli brota ætti að hafi ólík áhrif að sögn dómsmálaráðherra. Þá sé afgreiðsla Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu að sögn ráðherra.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við 23 ára Litháa sem búið hefur hér á landi í 17 ár en fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. Samkvæmt lögum má umsækjandi ekki hafa sætt sektum eða fangelsisrefsingu til að hljóta ríkisborgararétt. Frá því má þó víkja að liðnum biðtíma, ef ekki eru um endurtekin brot að ræða. Eðli brota skiptir ekki máli samkvæmt lögunum en þetta kemur til greina að endurskoða að sögn dómsmálaráðherra. „Það getur auðvitað og er eðlilegt að komi til skoðunar hvort að öll brot sæti þá sömu afleiðingum að þessu leyti. Menn nefna umferðarlagabrot en ég vil nú samt árétta það að það er nú mín afstaða í því að umferðarlagabrot eru ekki léttvæg og þegar um er að ræða ítrekuð umferðarlagabrot, hvort sem það er hraðaakstur eða ölvunarakstur þá eru það auðvitað ekki léttvæg brot,“ segir Sigríður. Meðal annars verði þessi þáttur tekinn skoðunar á Alþingi í vor. „Það kunna auðvitað að vera málefnaleg sjónarmið fyrir því að mönnum sé ekki þannig lagað refsað til eilífðar fyrir slík brot, heldur að tilteknum tíma liðnum að mönnum gefist þá kostur á að sækja aftur um ríkisborgararétt.“ Því verði þó ekki breytt nema með lagasetningu.Lögum verði breytt til samræmis við hækkun sekta Samkvæmt lögunum markast biðtíminn sem líða þarf frá broti og þar til hægt er að sækja um ríkisborgararétt meðal annars af upphæð sektar fyrir brot. Þess má geta að fyrr á þessu ári hækkuðu sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert. „Það er brýnt að uppfæra lögin með tilliti til hækkunar sekta og verðlagsþróunar og þar fram eftir götunum. Og að því leyti er auðvitað bagalegt að sektarákvæðin, eða fjárhæðirnar, séu inni í löggjöfinni þannig að það kallar alltaf á lagabreytingu en það verður gert núna,“ segir Sigríður. Þá er að fleiri þáttum að huga. „Nú er það auðvitað þannig að löggjafinn tók ákvörðun um það fyrir margt löngu að bjóða ekki upp á matskennda ákvarðanir við veitingu ríkisborgararéttar og þess vegna eru lögin eins og þau eru. Það er að segja skýr og skorinorð og ótvíræð um þau skilyrði sem menn þurfa að uppfylla til að fá ríkisborgararétt, og þeir sem ekki uppfylla þau skilyrði hafa þá leitað til þingsins,“ segir Sigríður. Þróunin á þinginu hafi verið dálítið á þá leið að hún sé farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu. „Ég hef ekki greint annað en áhuga þingmanna á því að breyta þessu fyrirkomulagi að einhverju leyti,“ segir Sigríður. Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra mun leggja til breytingar á lögum um veitingu ríkisborgararéttar á komandi þingvetri. Mál Litháa sem búið hefur á Íslandi um árabil hefur vakið mikla athygli en hann fær ekki ríkisborgararétt vegna umferðalagabrota. Til greina kemur að skoða hvort eðli brota ætti að hafi ólík áhrif að sögn dómsmálaráðherra. Þá sé afgreiðsla Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu að sögn ráðherra.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við 23 ára Litháa sem búið hefur hér á landi í 17 ár en fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. Samkvæmt lögum má umsækjandi ekki hafa sætt sektum eða fangelsisrefsingu til að hljóta ríkisborgararétt. Frá því má þó víkja að liðnum biðtíma, ef ekki eru um endurtekin brot að ræða. Eðli brota skiptir ekki máli samkvæmt lögunum en þetta kemur til greina að endurskoða að sögn dómsmálaráðherra. „Það getur auðvitað og er eðlilegt að komi til skoðunar hvort að öll brot sæti þá sömu afleiðingum að þessu leyti. Menn nefna umferðarlagabrot en ég vil nú samt árétta það að það er nú mín afstaða í því að umferðarlagabrot eru ekki léttvæg og þegar um er að ræða ítrekuð umferðarlagabrot, hvort sem það er hraðaakstur eða ölvunarakstur þá eru það auðvitað ekki léttvæg brot,“ segir Sigríður. Meðal annars verði þessi þáttur tekinn skoðunar á Alþingi í vor. „Það kunna auðvitað að vera málefnaleg sjónarmið fyrir því að mönnum sé ekki þannig lagað refsað til eilífðar fyrir slík brot, heldur að tilteknum tíma liðnum að mönnum gefist þá kostur á að sækja aftur um ríkisborgararétt.“ Því verði þó ekki breytt nema með lagasetningu.Lögum verði breytt til samræmis við hækkun sekta Samkvæmt lögunum markast biðtíminn sem líða þarf frá broti og þar til hægt er að sækja um ríkisborgararétt meðal annars af upphæð sektar fyrir brot. Þess má geta að fyrr á þessu ári hækkuðu sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert. „Það er brýnt að uppfæra lögin með tilliti til hækkunar sekta og verðlagsþróunar og þar fram eftir götunum. Og að því leyti er auðvitað bagalegt að sektarákvæðin, eða fjárhæðirnar, séu inni í löggjöfinni þannig að það kallar alltaf á lagabreytingu en það verður gert núna,“ segir Sigríður. Þá er að fleiri þáttum að huga. „Nú er það auðvitað þannig að löggjafinn tók ákvörðun um það fyrir margt löngu að bjóða ekki upp á matskennda ákvarðanir við veitingu ríkisborgararéttar og þess vegna eru lögin eins og þau eru. Það er að segja skýr og skorinorð og ótvíræð um þau skilyrði sem menn þurfa að uppfylla til að fá ríkisborgararétt, og þeir sem ekki uppfylla þau skilyrði hafa þá leitað til þingsins,“ segir Sigríður. Þróunin á þinginu hafi verið dálítið á þá leið að hún sé farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu. „Ég hef ekki greint annað en áhuga þingmanna á því að breyta þessu fyrirkomulagi að einhverju leyti,“ segir Sigríður.
Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira