Innlent

Auglýst eftir þjóðgarðsverði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Frá þjóðgarðinum.
Frá þjóðgarðinum. vísir/vilhelm
Staða þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum til næstu fimm ára er auglýst laus til umsóknar í Fréttablaðinu í dag. Einar Á.E. Sæmundsen var settur í stöðuna í fyrrahaust eftir að Ólafur Örn Haraldsson hætti vegna aldurs.

Í auglýsingunni er sagt óskað eftir að ráða „öflugan og framsýnan leiðtoga“. Háskólapróf sem nýtist í starfi er áskilið og framhaldspróf sagt kostur. Þá er sagt æskilegt að umsækjendur hafi reynslu og þekkingu á sviði opinbers reksturs, náttúru, sögu og menningar.

Meðal annarra umsóknarskilyrða er góð hæfni í mannlegum samskiptum og að geta unnið undir álagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×