Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. ágúst 2018 20:00 Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. Líkt og sagt var frá á föstudag hyggst ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz Nordic bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi. Forsvarsmaður fyrirtækisins sagði beiðnir hafa borist frá Íslandi og því verið ákveðið að kynna þjónustuna hér.Frétt Stöðvar 2: Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lögÞingsályktun um staðgöngumæðrun var samþykkt í janúar 2012 og í kjölfarið skipaður starfshópur af þáverandi velferðarráðherra. Frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni var svo lagt fram á þingi 2015, en var hins vegar aldrei samþykkt.Engin heildstæð löggjöf Engin heildstæð löggjöf gildir því um staðgöngumæðrun í dag, utan einnar greinar í lögum um tæknifrjóvgun. Ekkert bannar hins vegar að Íslendingar nýti þjónustu staðgöngumæðra erlendis, líkt og ísraelska fyrirtækið býður. Í frumvarpinu 2015 var lagt til að staðgöngumæðrun yrði heimiluð með miklum takmörkunum og án þess að greiðsla kæmi fyrir. Þar var einnig tekið af skarið um að óheimilt væri að hafa milligöngu hér á landi um staðgöngumæðrun í útlöndum.Aukin eftirspurn eftir þjónustunni Í skýrslu sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna í ársbyrjun er ítrekað mikilvægi þess að aðildarríkin setji skýrar reglur um málaflokkinn á tímum síaukinnar eftirspurnar eftir slíkri þjónustu, bæði löglegri og ólöglegri. Í samtali við fréttastofu á laugardag sagði Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild HÍ, að þörf væri á heildstæðari löggjöf óháð því hvort til stæði að rýmka eða þrengja heimildir til staðgöngumæðrunar.Frétt Stöðvar 2: Erfitt gæti reynst að koma með barnið til landsins„Jafnvel þó menn séu ekki á því þá held ég að það væri kostur að við settum okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki og líka tækjum þá afstöðu til þess hvernig við ætlum að framfylgja slíku banni, ef það er það sem við ætlum að halda okkur við,“ sagði Hrefna. Þá benti hún á að foreldrar gætu lent í vandræðum þegar að því kemur að flytja barnið til landsins. „Flækjustigin eru líka mismunandi. Geta farið eftir því hverjir eiga í hlut, hverjir eru hinir væntanlegu foreldrar, hvert ferðast þau, hvaða reglur gilda í því landi til dæmis um staðgöngumæðrunina sem slíka og hvaða reglur gilda um ríkisborgararétt og þá líka sérstaklega hvaðan kynfrumurnar koma,” benti hún á.Ekki endilega skráðir foreldrar Þannig komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fengju ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. Frétt Vísis: Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóðurSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti ekki viðtal vegna málsins í dag. Fréttastofa sendi hins vegar skriflegar spurningar um hvernig málið horfði við ráðherra, hvort ástæða væri til að rýmka eða þrengja möguleika á að veita slíka þjónustu hér og hvort til stæði að skerpa á löggjöf. Í skriflegu svari segir m.a. að lagabreytingar um málið séu ekki á þingskrá ráðherra og mat hennar sé að ekki sé ástæða til að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra, en svarið má lesa í heild sinni hér að neðan.Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á komandi þingi. Það er mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. Þetta er málefni sem þarfnast víðtækrar samfélagsumræðu til þess að mögulegt sé að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að gera breytingar á lögum, og þá hverjar. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. Líkt og sagt var frá á föstudag hyggst ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz Nordic bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi. Forsvarsmaður fyrirtækisins sagði beiðnir hafa borist frá Íslandi og því verið ákveðið að kynna þjónustuna hér.Frétt Stöðvar 2: Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lögÞingsályktun um staðgöngumæðrun var samþykkt í janúar 2012 og í kjölfarið skipaður starfshópur af þáverandi velferðarráðherra. Frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni var svo lagt fram á þingi 2015, en var hins vegar aldrei samþykkt.Engin heildstæð löggjöf Engin heildstæð löggjöf gildir því um staðgöngumæðrun í dag, utan einnar greinar í lögum um tæknifrjóvgun. Ekkert bannar hins vegar að Íslendingar nýti þjónustu staðgöngumæðra erlendis, líkt og ísraelska fyrirtækið býður. Í frumvarpinu 2015 var lagt til að staðgöngumæðrun yrði heimiluð með miklum takmörkunum og án þess að greiðsla kæmi fyrir. Þar var einnig tekið af skarið um að óheimilt væri að hafa milligöngu hér á landi um staðgöngumæðrun í útlöndum.Aukin eftirspurn eftir þjónustunni Í skýrslu sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna í ársbyrjun er ítrekað mikilvægi þess að aðildarríkin setji skýrar reglur um málaflokkinn á tímum síaukinnar eftirspurnar eftir slíkri þjónustu, bæði löglegri og ólöglegri. Í samtali við fréttastofu á laugardag sagði Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild HÍ, að þörf væri á heildstæðari löggjöf óháð því hvort til stæði að rýmka eða þrengja heimildir til staðgöngumæðrunar.Frétt Stöðvar 2: Erfitt gæti reynst að koma með barnið til landsins„Jafnvel þó menn séu ekki á því þá held ég að það væri kostur að við settum okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki og líka tækjum þá afstöðu til þess hvernig við ætlum að framfylgja slíku banni, ef það er það sem við ætlum að halda okkur við,“ sagði Hrefna. Þá benti hún á að foreldrar gætu lent í vandræðum þegar að því kemur að flytja barnið til landsins. „Flækjustigin eru líka mismunandi. Geta farið eftir því hverjir eiga í hlut, hverjir eru hinir væntanlegu foreldrar, hvert ferðast þau, hvaða reglur gilda í því landi til dæmis um staðgöngumæðrunina sem slíka og hvaða reglur gilda um ríkisborgararétt og þá líka sérstaklega hvaðan kynfrumurnar koma,” benti hún á.Ekki endilega skráðir foreldrar Þannig komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fengju ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. Frétt Vísis: Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóðurSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti ekki viðtal vegna málsins í dag. Fréttastofa sendi hins vegar skriflegar spurningar um hvernig málið horfði við ráðherra, hvort ástæða væri til að rýmka eða þrengja möguleika á að veita slíka þjónustu hér og hvort til stæði að skerpa á löggjöf. Í skriflegu svari segir m.a. að lagabreytingar um málið séu ekki á þingskrá ráðherra og mat hennar sé að ekki sé ástæða til að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra, en svarið má lesa í heild sinni hér að neðan.Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á komandi þingi. Það er mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. Þetta er málefni sem þarfnast víðtækrar samfélagsumræðu til þess að mögulegt sé að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að gera breytingar á lögum, og þá hverjar.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira