Ásthildur Lóa vill leiða Neytendasamtökin Atli Ísleifsson skrifar 15. ágúst 2018 17:18 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ásthildur Lóa Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram í embætti formanns Neytendasamtakanna. Áður hafa fjórir tilkynnt um framboð, þeir Breki Karlsson forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur, Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, og Jakob S. Jónsson leiðsögumaður og leikstjóri. Í tilkynningu frá Ásthildi Lóu segir hún að þörfin á sterkum samtökum neytenda hafi sjaldan eða aldrei verið brýnni en núna. „Allur almenningur hefur með einum eða öðrum hætti fundið fyrir aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu á eigin skinni. Við höfum horft á fé flytjast á fárra hendur og fundið fyrir vanmætti okkar gagnvart hækkunum á eldsneyti, tryggingum, vöxtum, verðbótum, leigu, þjónustugjöldum, lyfjakostnaði eða komugjöldum á spítala, svo fátt eitt sé nefnt. Í ákvörðunum stjórnvalda er tekið tillit til hagsmuna stórra fyrirtækja og fjársterkra aðila sem jafnvel eiga sína fulltrúa í ráðum og nefndum, oftar en ekki á kostnað hagsmuna neytenda. Það er mál að linni! Við þurfum öflug Neytendasamtök sem eru óhrædd við að „taka slagi“ til að verja hagsmuni almennings. Ég tel að barátta mín fyrir því að lögboðin réttindi neytenda á fjármálamarkaði séu virt, sýni það og sanni að ég er málefnaleg og rökföst auk þess að vera óhrædd í baráttu við sterkustu öfl þjóðfélagsins. Oft var þörf en nú er nauðsyn, þess vegna býð ég mig fram,“ segir í tilkynningunni. Neytendur Tengdar fréttir Guðjón sækist eftir formennsku í Neytendasamtökunum Viðskiptafræðingurinn Guðjón Sigurbjartsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum. Nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. 13. ágúst 2018 11:17 Leiðsögumaður býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, vill verða næsti formaður Neytendasamtakanna. 30. júlí 2018 05:45 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram í embætti formanns Neytendasamtakanna. Áður hafa fjórir tilkynnt um framboð, þeir Breki Karlsson forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur, Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, og Jakob S. Jónsson leiðsögumaður og leikstjóri. Í tilkynningu frá Ásthildi Lóu segir hún að þörfin á sterkum samtökum neytenda hafi sjaldan eða aldrei verið brýnni en núna. „Allur almenningur hefur með einum eða öðrum hætti fundið fyrir aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu á eigin skinni. Við höfum horft á fé flytjast á fárra hendur og fundið fyrir vanmætti okkar gagnvart hækkunum á eldsneyti, tryggingum, vöxtum, verðbótum, leigu, þjónustugjöldum, lyfjakostnaði eða komugjöldum á spítala, svo fátt eitt sé nefnt. Í ákvörðunum stjórnvalda er tekið tillit til hagsmuna stórra fyrirtækja og fjársterkra aðila sem jafnvel eiga sína fulltrúa í ráðum og nefndum, oftar en ekki á kostnað hagsmuna neytenda. Það er mál að linni! Við þurfum öflug Neytendasamtök sem eru óhrædd við að „taka slagi“ til að verja hagsmuni almennings. Ég tel að barátta mín fyrir því að lögboðin réttindi neytenda á fjármálamarkaði séu virt, sýni það og sanni að ég er málefnaleg og rökföst auk þess að vera óhrædd í baráttu við sterkustu öfl þjóðfélagsins. Oft var þörf en nú er nauðsyn, þess vegna býð ég mig fram,“ segir í tilkynningunni.
Neytendur Tengdar fréttir Guðjón sækist eftir formennsku í Neytendasamtökunum Viðskiptafræðingurinn Guðjón Sigurbjartsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum. Nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. 13. ágúst 2018 11:17 Leiðsögumaður býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, vill verða næsti formaður Neytendasamtakanna. 30. júlí 2018 05:45 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Guðjón sækist eftir formennsku í Neytendasamtökunum Viðskiptafræðingurinn Guðjón Sigurbjartsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum. Nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. 13. ágúst 2018 11:17
Leiðsögumaður býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, vill verða næsti formaður Neytendasamtakanna. 30. júlí 2018 05:45