Lífið

Ætlar að ráða vélmenni sem aðalleikara næstu myndar sinnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Tony Kaye, kvikmyndaleikstjóri.
Tony Kaye, kvikmyndaleikstjóri. Vísir/Getty

Tony Kaye leikstjóri, sem þekktastur er fyrir kvikmyndina American History X,vill ráða vélmenni búið gervigreind í aðalhlutverk næstu myndar sinnar, 2nd Born.
Kaye vonast til þess að geta ráðið fjölhæft vélmenni sem verður sérþjálfað í mismunandi leiklistaraðferðum.

Þá vonast Kaye einnig til að hinn vélræni leikari muni geta öðlast náð fyrir augum Screen Actors Guild, eða félags sjónvarps- og kivikmyndaleikara í Bandaríkjunum, sem veita leikurum árleg verðlaun fyrir þrekvirki á hvíta tjaldinu. Verðlaunin eru oft talin gefa vísbendingu um hverjir munu njóta velgengni á Óskarsverðlaunahátíðinni.

2nd Born er framhaldsmynd kvikmyndarinnar 1st Born, sem skartar leikurum á borð við Val Kilmer, Denise Richards og Jay Abdo í aðalhlutverkum. 1st Born kemur út síðar á þessu ári. Búist er við að margir leikaranna í fyrstu myndinni snúi aftur í framhaldsmyndinni.

1st Born mun segja frá hjónum einum sem eru af ólíkum uppruna og eignast barn saman. Fjölskyldur hjónanna þurfa þá að reyna að ná saman þrátt fyrir ólíkan bakgrunn og menningu. Óvíst er hvenær önnur myndin kemur út og þá hvaða hlutverk vélmennið mun fara með. 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.