Innlent

Ásakanir ganga á víxl í ráðhúsi

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi.
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, birti í gærkvöld tölvuskeyti sem vísað var til í bókun sem hún, ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins, lagði fram á fundi borgarráðs í gær.

Í bókuninni segir að borgarritari, Stefán Eiríksson, hafi haft í hótunum við kjörinn fulltrúa er hann sendi Vigdísi tölvuskeyti þess efnis að hún hafi brotið trúnað er hún hafi á Facebook fjallað um umræðu sem fór fram á fundi borgarráðs 31. júlí.

Á Facebook í gær sagði Vigdís borgarritara hafa ranglega sakað sig um trúnaðarbrot í tölvupóstinum. „Ég lít svo á að hér sé um harðorðan hótunarpóst að ræða frá embættismanni til kjörins fulltrúa,“ skrifaði borgarfulltrúinn.

Stefán segir í póstinum til Vigdísar að hann hafi aldrei áður staðið frammi fyrir því „að borgarfulltrúi hafi brotið trúnað með því að miðla upplýsingum sem veittar voru í trúnaði á fundi borgarráðs. Ég hef heldur ekki staðið frammi fyrir því að borgarfulltrúi hafi rangfært niðurstöður í viðkvæmu dómsmáli og úttalað sig um það opinberlega að tiltekinn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi lagt annan starfsmann í einelti. Þá hef ég heldur ekki staðið frammi fyrir því að borgarfulltrúi hafi miðlað opinberlega viðkvæmum persónuupplýsingum í viðkvæmu starfsmannamáli í starfi mínu hjá Reykjavíkurborg“.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.