Fótbolti

FH-banar gætu verið í vandræðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr síðari leik liðanna í gærkvöldi.
Úr síðari leik liðanna í gærkvöldi. vísir/getty
Maribor, sem sló FH út úr forkeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, gætu verið í vandræðum eftir hegðun stuðningsmanna liðsins í gær.

Stuðningsmenn slóvenska liðsins voru með læti í stúkunni gegn Rangers í gær. Það var kveikt á flugeldum á Ljudski-lekvanginum og hlutum hent í átt að vellinum.

Jonathan Lardot, dómari leiksins, þurfti að stoppa tímann um stund er stuðningsmenn Maribor hentu öllu lauslátu í átt að markverði Rangers, Allan McGregor.

Gæslan var ekki upp á marga fiska því lætin voru einnig mikil fyrir utan völlinn. Fimm Skotar voru handteknir og fimm aðrir en Rangers verður ekki sektað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.