Fótbolti

FH-banar gætu verið í vandræðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr síðari leik liðanna í gærkvöldi.
Úr síðari leik liðanna í gærkvöldi. vísir/getty

Maribor, sem sló FH út úr forkeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, gætu verið í vandræðum eftir hegðun stuðningsmanna liðsins í gær.

Stuðningsmenn slóvenska liðsins voru með læti í stúkunni gegn Rangers í gær. Það var kveikt á flugeldum á Ljudski-lekvanginum og hlutum hent í átt að vellinum.

Jonathan Lardot, dómari leiksins, þurfti að stoppa tímann um stund er stuðningsmenn Maribor hentu öllu lauslátu í átt að markverði Rangers, Allan McGregor.

Gæslan var ekki upp á marga fiska því lætin voru einnig mikil fyrir utan völlinn. Fimm Skotar voru handteknir og fimm aðrir en Rangers verður ekki sektað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.