Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. ágúst 2018 07:30 Frítt verður í Strætó á Menningarnótt og er fólk hvatt til að nýta sér það. Fréttablaðið/Stefán Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Ferðir verða í boði frá klukkan hálf átta um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Frítt verður í þessar ferðir sem og aðrar strætisvagnaferðir á Menningarnótt. Aðeins þarf að greiða fyrir næturakstur. Almennu leiðarkerfi Strætó verður skipt í þrjá fasa. Hefðbundin laugardagsáætlun verður í gildi til klukkan hálf ellefu um kvöldið. Þó verður stór hluti miðbæjarins lokaður fyrir bílaumferð og munu margar leiðir þurfa að aka hjáleiðir. Búast má við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons. Annar fasinn felst í svokölluðu tæmingarkerfi sem verður í gildi frá klukkan ellefu um kvöldið til klukkan eitt um nóttina. Miðar kerfið að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Munu strætisvagnar keyra frá Hlemmi og BSÍ á mismunandi áfangastaði á höfuðborgarsvæðinu. Þriðji fasinn felst svo í næturakstri en eftir klukkan eitt um nóttina tekur hefðbundinn næturakstur við. Frekari upplýsingar um þjónustuna og þær leiðir sem eknar verða má finna á heimasíðu Strætó, straeto.is. Reykjavíkurborg hvetur fólk sérstaklega til að ganga í bæinn, hjóla eða nýta sér fríar ferðir með strætó. Stærstur hluti miðborgarinnar verður lokaður fyrir bílaumferð frá klukkan sjö um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Nær lokunin yfir svæðið vestan Snorrabrautar, norðan Vatnsmýrarvegar og Hringbrautar, allt vestur að Ægisgötu, og Ljósvallagötu.Garðastræti norðan Túngötu er lokað. – sar Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Strætó Tengdar fréttir Opið hús á Bessastöðum Bessastaðir verða opnir almenningi á Menningarnótt. 15. ágúst 2018 16:23 Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00 Sérstakar strætóskutlur starfræktar Strætó er ókeypis frá 07:00-01:00 á morgun vegna Menningarnætur. Sérstakar strætóskutlur verða starfræktar sem munu aka án sérstakrar tímatöflu. 17. ágúst 2018 17:50 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Sjá meira
Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Ferðir verða í boði frá klukkan hálf átta um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Frítt verður í þessar ferðir sem og aðrar strætisvagnaferðir á Menningarnótt. Aðeins þarf að greiða fyrir næturakstur. Almennu leiðarkerfi Strætó verður skipt í þrjá fasa. Hefðbundin laugardagsáætlun verður í gildi til klukkan hálf ellefu um kvöldið. Þó verður stór hluti miðbæjarins lokaður fyrir bílaumferð og munu margar leiðir þurfa að aka hjáleiðir. Búast má við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons. Annar fasinn felst í svokölluðu tæmingarkerfi sem verður í gildi frá klukkan ellefu um kvöldið til klukkan eitt um nóttina. Miðar kerfið að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Munu strætisvagnar keyra frá Hlemmi og BSÍ á mismunandi áfangastaði á höfuðborgarsvæðinu. Þriðji fasinn felst svo í næturakstri en eftir klukkan eitt um nóttina tekur hefðbundinn næturakstur við. Frekari upplýsingar um þjónustuna og þær leiðir sem eknar verða má finna á heimasíðu Strætó, straeto.is. Reykjavíkurborg hvetur fólk sérstaklega til að ganga í bæinn, hjóla eða nýta sér fríar ferðir með strætó. Stærstur hluti miðborgarinnar verður lokaður fyrir bílaumferð frá klukkan sjö um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Nær lokunin yfir svæðið vestan Snorrabrautar, norðan Vatnsmýrarvegar og Hringbrautar, allt vestur að Ægisgötu, og Ljósvallagötu.Garðastræti norðan Túngötu er lokað. – sar
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Strætó Tengdar fréttir Opið hús á Bessastöðum Bessastaðir verða opnir almenningi á Menningarnótt. 15. ágúst 2018 16:23 Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00 Sérstakar strætóskutlur starfræktar Strætó er ókeypis frá 07:00-01:00 á morgun vegna Menningarnætur. Sérstakar strætóskutlur verða starfræktar sem munu aka án sérstakrar tímatöflu. 17. ágúst 2018 17:50 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Sjá meira
Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00
Sérstakar strætóskutlur starfræktar Strætó er ókeypis frá 07:00-01:00 á morgun vegna Menningarnætur. Sérstakar strætóskutlur verða starfræktar sem munu aka án sérstakrar tímatöflu. 17. ágúst 2018 17:50