Innlent

Kofi Annan fallinn frá

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Kofi Annan kom til Íslands árið 2011 og ávarpaði hátíðarmálþing Háskóla Íslands í tilefni af aldarafmæli skólans.
Kofi Annan kom til Íslands árið 2011 og ávarpaði hátíðarmálþing Háskóla Íslands í tilefni af aldarafmæli skólans.
Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er látinn. Fjölskylda hans greindi frá því á Twitter síðu Annans í morgun. Þar segir að hann hafi andast eftir stutt en erfið veikindi. Hann hafi verið í faðmi fjölskyldu sinnar þegar hann dó.

Annan, sem var fæddur í Gana, var sjöundi maðurinn til að gegna embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og annar Afríkumaðurinn. Það gerði hann á árunum 1997 til 2006. Forveri hans í embætti var hinn egypski Boutros Boutros-Ghali og eftirmaður Annans varð Ban Ki-moon frá Suður-Kóreu. Hann tók við friðarverðlaunum Nóbels árið 2001, ásamt Sameinuðu þjóðunum, fyrir framlag sitt til friðar í heiminum.

 

Síðustu árin var Annan formaður óformlegs hóps sem gengur undir nafninu Elders eða Öldungarnir. Það er hópur fyrrverandi ráðamanna, víðsvegar að úr heiminum, sem hafa það markmið að miðla reynslu sinni til núverandi þjóðarleiðtoga til að takast á við loftslagsbreytingar, HIV faraldurinn og fátækt. Hópurinn var stofnaður af Nelson Mandela og gegndi Annan formennsku frá 2013 til dauðadags.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.