Íssólgnir landsmenn láta veður ekki á sig fá Jónas Már Torfason skrifar 3. ágúst 2018 05:30 Ísmaðurinn Daníel nýkominn úr ferð í Skagafjörð. Fréttablaðið/Þórsteinn Líkt og landsmenn vita verður tæplega talað um að sumarveður hafi verið í Reykjavík undanfarna mánuði. Þrátt fyrir veðurhörmungar höfuðborgarbúa er sala á ís úr Ísbílnum með besta móti. Daníel Heide Sævarsson ísbílstjóri – eða ísmaðurinn, eins og börnin kalla hann – segir að Íslendingar kaupi sér ís sama hvernig viðrar. „Reykvíkingar eru kannski þreyttir á veðrinu, en þeir taka þá bara sumarið með sér inn í stofu,“ segir Daníel. Ísbíllinn er nokkurs konar ísbúð á hjólum. Hver bíll , en þeir eru tólf talsins á ferð á hverjum tíma, er með allt að tonn af ís um borð og stoppar á 50 til 100 stöðum á dag. Ísbílarnir ferðast um allt land, og er Daníel nýkominn úr sex daga ferð í Skagafjörð þar sem hann segist hafa gert gott mót. „Það er blússandi sala úti á landi. Ef það er sól er salan frábær, sérstaklega ef það hefur rignt í einhverja daga á undan,“ en sólin hefur mun frekar brosað við landsbyggðinni en höfuðborginni þetta sumarið. Ísbíllinn var umkringdur íssólgnum Reykvíkingum seinni partinn í gær í Hlíðunum þegar blaðamann bar að garði. „Við reynum að heimsækja sömu hverfin reglulega,“ segir Daníel og heldur áfram. „Við reynum líka að vera í sömu hverfum á sama degi vikunnar, þá veit fólk frekar af okkur.“ Hann segir að þegar sólin loksins láti sjá sig skemmi það ekki fyrir sölu á svalandi íspinnum. „Fyrirtæki hringja reglulega og biðja okkur um að koma. Einn daginn í júlí hringdu sex fyrirtæki á sama tíma um leið og sólin braust í gegnum skýin.“ Ísbílarnir eru einnig á ferð yfir veturinn og segir Daníel söluna í desember glettilega mikla „Við förum í ferðir stuttu fyrir jól. Salan er eiginlega best í jólaferðunum,“ segir hann. „Við erum með mikið úrval, 45 stakar tegundir af ís og fjölskyldupakka líka.“ Hann segir að margar af þeim tegundum sem til sölu eru í bílnum fáist hvergi annars staðar á landinu. „Við erum með ís sem er úti um allt á Norðurlöndunum, en sést ekki á Íslandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Líkt og landsmenn vita verður tæplega talað um að sumarveður hafi verið í Reykjavík undanfarna mánuði. Þrátt fyrir veðurhörmungar höfuðborgarbúa er sala á ís úr Ísbílnum með besta móti. Daníel Heide Sævarsson ísbílstjóri – eða ísmaðurinn, eins og börnin kalla hann – segir að Íslendingar kaupi sér ís sama hvernig viðrar. „Reykvíkingar eru kannski þreyttir á veðrinu, en þeir taka þá bara sumarið með sér inn í stofu,“ segir Daníel. Ísbíllinn er nokkurs konar ísbúð á hjólum. Hver bíll , en þeir eru tólf talsins á ferð á hverjum tíma, er með allt að tonn af ís um borð og stoppar á 50 til 100 stöðum á dag. Ísbílarnir ferðast um allt land, og er Daníel nýkominn úr sex daga ferð í Skagafjörð þar sem hann segist hafa gert gott mót. „Það er blússandi sala úti á landi. Ef það er sól er salan frábær, sérstaklega ef það hefur rignt í einhverja daga á undan,“ en sólin hefur mun frekar brosað við landsbyggðinni en höfuðborginni þetta sumarið. Ísbíllinn var umkringdur íssólgnum Reykvíkingum seinni partinn í gær í Hlíðunum þegar blaðamann bar að garði. „Við reynum að heimsækja sömu hverfin reglulega,“ segir Daníel og heldur áfram. „Við reynum líka að vera í sömu hverfum á sama degi vikunnar, þá veit fólk frekar af okkur.“ Hann segir að þegar sólin loksins láti sjá sig skemmi það ekki fyrir sölu á svalandi íspinnum. „Fyrirtæki hringja reglulega og biðja okkur um að koma. Einn daginn í júlí hringdu sex fyrirtæki á sama tíma um leið og sólin braust í gegnum skýin.“ Ísbílarnir eru einnig á ferð yfir veturinn og segir Daníel söluna í desember glettilega mikla „Við förum í ferðir stuttu fyrir jól. Salan er eiginlega best í jólaferðunum,“ segir hann. „Við erum með mikið úrval, 45 stakar tegundir af ís og fjölskyldupakka líka.“ Hann segir að margar af þeim tegundum sem til sölu eru í bílnum fáist hvergi annars staðar á landinu. „Við erum með ís sem er úti um allt á Norðurlöndunum, en sést ekki á Íslandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira