Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2018 13:25 Hlaupið í Skaftá hefur haft mikil áhrif á ferðamenn á svæðinu. Rýma þurfti Hólaskjól eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Vísir/Einar Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur erlendra ferðamanna í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. Björgunarsveitir og landverðir voru fljót til þegar brennisteinsmælir í hálendissmiðstöðinni Hólaskjóli á Fjallabaksleið nyrðri fór í gang á föstudagskvöldið. Þar var staddur hópur fólks nýkominn úr hestaferð. Tók korter að rýma Ágústa Ragnars skálavörður í Hólaskjóli segir að það hafi aðeins tekið korter að rýma svæðið. „Ég átti ekki von á því að þurfa að yfirgefa svæðið. Það hafði verið ákveðið að hópurinn myndi sitja hlaupið af sér í Hólaskjóli. En það var nú aldeilis ekki, það voru bara allir rifnir upp á rassinum og komnir út í bíla 15 mínútum síðar,“ segir hún. Hún segir að megn gaslykt hafi verið á svæðinu. „Það fóru að pípa mælar sem mæla gasmengum og það var tekin ákvörðun samfara því en lyktin fannst líka greinilega og maður fann aðeins til í hálsinum. Hjálparsveitir og landverðir voru komnir með grímur. Það var svolítið furðulegt að sjá þetta. Þetta var eins og stríðsástand,“ segir hún. Ágústa hælir björgunarfólki fyrir fagleg vinnubrögð og hræðsla hafi gripið um sig. „Hópurinn var nýkominn úr hestaferð þegar þetta gerðist og allir þreyttir og blautir. Svo kom kallið og þá var bara allt skilið eftir og ætt af stað. Maður hafði eiginlega ekki tíma fyrir neitt annað en að taka lyklanna og loka. Ég gleymdi meira að segja að taka niður fánann og það var ennþá kjöt á grillinu,“ segir hún og hlær. Skilja þurfti sextíu hesta eftir við Hólaskjól en þeir voru sóttir síðar um kvöldið að sögn Ágústu og farið með þá að Álftavatni. „Mér finnst spennandi að vera í svona ati ég er líkahálfgerður sígauni í mér en hef hins vegar aldrei lent í svona. Þetta er reynsla sem bætist í bankann, segir hún að lokum. Hlaup í Skaftá Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur erlendra ferðamanna í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. Björgunarsveitir og landverðir voru fljót til þegar brennisteinsmælir í hálendissmiðstöðinni Hólaskjóli á Fjallabaksleið nyrðri fór í gang á föstudagskvöldið. Þar var staddur hópur fólks nýkominn úr hestaferð. Tók korter að rýma Ágústa Ragnars skálavörður í Hólaskjóli segir að það hafi aðeins tekið korter að rýma svæðið. „Ég átti ekki von á því að þurfa að yfirgefa svæðið. Það hafði verið ákveðið að hópurinn myndi sitja hlaupið af sér í Hólaskjóli. En það var nú aldeilis ekki, það voru bara allir rifnir upp á rassinum og komnir út í bíla 15 mínútum síðar,“ segir hún. Hún segir að megn gaslykt hafi verið á svæðinu. „Það fóru að pípa mælar sem mæla gasmengum og það var tekin ákvörðun samfara því en lyktin fannst líka greinilega og maður fann aðeins til í hálsinum. Hjálparsveitir og landverðir voru komnir með grímur. Það var svolítið furðulegt að sjá þetta. Þetta var eins og stríðsástand,“ segir hún. Ágústa hælir björgunarfólki fyrir fagleg vinnubrögð og hræðsla hafi gripið um sig. „Hópurinn var nýkominn úr hestaferð þegar þetta gerðist og allir þreyttir og blautir. Svo kom kallið og þá var bara allt skilið eftir og ætt af stað. Maður hafði eiginlega ekki tíma fyrir neitt annað en að taka lyklanna og loka. Ég gleymdi meira að segja að taka niður fánann og það var ennþá kjöt á grillinu,“ segir hún og hlær. Skilja þurfti sextíu hesta eftir við Hólaskjól en þeir voru sóttir síðar um kvöldið að sögn Ágústu og farið með þá að Álftavatni. „Mér finnst spennandi að vera í svona ati ég er líkahálfgerður sígauni í mér en hef hins vegar aldrei lent í svona. Þetta er reynsla sem bætist í bankann, segir hún að lokum.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira