Innlent

Varasamar vindhviður þvert á veg

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Faxaflóa, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu.
Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Faxaflóa, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Veðurstofa Íslands

Hvass norðanstrengur nær yfir suðaustanvert landið frá Breiðamerkursandi austur á Höfn frá því snemma í fyrramálið og fram yfir hádegi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Varað er við hvössum vindhviðum þvert á veg allt að 30-35 m/s. Einnig er spáð sviptivindum á Skeiðarársandi og við Skaftafell um tíma nærri miðjum degi og hætt við sandfoki.

Á vef Vegagerðarinnar kemur einnig fram að vegna Skaftárhlaups sé brúin yfir Eldvatn lokuð allri umferð. Þjóðveg 1 í Eldhrauni hefur verið lokað en hjáleið er um veg 204, Meðaland.

Þá er lokað inn á veg F208 bæði við Hvamm í Skaftártungum og við Landmannalaugar. Þeim tilmælum er beint til vegfarenda að vera ekki á ferð í nágrenni við flóðið.

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Faxaflóa, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu. í nótt er spáð 15-23 m/s á Suðausturlandi í nótt með hviðum allt að 30 m/s, einkum austan Öræfa. Varasamt ferðaveður er fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.