Innlent

Varasamar vindhviður þvert á veg

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Faxaflóa, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu.
Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Faxaflóa, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Veðurstofa Íslands
Hvass norðanstrengur nær yfir suðaustanvert landið frá Breiðamerkursandi austur á Höfn frá því snemma í fyrramálið og fram yfir hádegi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Varað er við hvössum vindhviðum þvert á veg allt að 30-35 m/s. Einnig er spáð sviptivindum á Skeiðarársandi og við Skaftafell um tíma nærri miðjum degi og hætt við sandfoki.

Á vef Vegagerðarinnar kemur einnig fram að vegna Skaftárhlaups sé brúin yfir Eldvatn lokuð allri umferð. Þjóðveg 1 í Eldhrauni hefur verið lokað en hjáleið er um veg 204, Meðaland.

Þá er lokað inn á veg F208 bæði við Hvamm í Skaftártungum og við Landmannalaugar. Þeim tilmælum er beint til vegfarenda að vera ekki á ferð í nágrenni við flóðið.

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Faxaflóa, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu. í nótt er spáð 15-23 m/s á Suðausturlandi í nótt með hviðum allt að 30 m/s, einkum austan Öræfa. Varasamt ferðaveður er fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×