Fótbolti

KSÍ opnar fyrir miðaumsóknir á leiki íslenska liðsins í haust

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason fagnar hér marki sínu á HM í Rússlandi.
Alfreð Finnbogason fagnar hér marki sínu á HM í Rússlandi. Vísir/Getty

Knattspyrnusamband Íslands hefur opnað fyrir miðaumsóknir á útileiki liðsins í haust en þar á meðal er fyrsti leikur liðsins undir stjórn Svíans Erik Hamrén sem verður á móti Sviss í í St. Gallen.

Þetta eru þrír leikir, tveir í Þjóðadeildinni og svo vináttuleikur gegn Frakklandi í Guingamp. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni í dag.

Hægt verður að sækja um miða á leik Íslands gegn Sviss til 24. ágúst, miða á leikinn gegn Frakklandi til 1. október og loks miða á leikinn við Belgíu til 1. nóvember.

KSÍ vekur sérstaka athygli á því í frétt sinni að aðeins er um að ræða umsóknir um miða. Ef eftirspurn verður meira en framboð verður dregið um miðana. Hægt er að sækja um allt að fjóra miða á leikina.

Sótt er um miða á leikina í gegnum Google Docs skjal, en það má finna með því að ýta á hlekkinn hér.


Leikirnir eru:

Þjóðadeildin
Sviss – Ísland í St. Gallen 8. september
Belgía – Ísland í Brussel 15. nóvember

Vináttuleikur
Frakkland – Ísland í Guingamp 11. október

Miðaverð á leik Íslands gegn Sviss ytra:
Svæði 1 – 13.000 krónur.
Svæði 3 – 7.000 krónur.

KSÍ hefur ekki fengið staðfestingu á verði á öðrum leikjum, en strax og þær upplýsingar koma verða þær birtar á miðlum KSÍ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.