Innlent

Tilkynnti lögreglu að hann myndi ekki hætta að keyra fullur

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt dagbók lögreglu tilkynnti maðurinn lögregluþjónum að hann myndi aldrei hætta að keyra fullur.
Samkvæmt dagbók lögreglu tilkynnti maðurinn lögregluþjónum að hann myndi aldrei hætta að keyra fullur. Vísir/Getty
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í dag ökumann á Miklubraut sem grunaður er að aka undir áhrifum áfengis. Hann hafði sömuleiðis verið sviptur ökuréttindum áður. Samkvæmt dagbók lögreglu tilkynnti maðurinn lögregluþjónum að hann myndi aldrei hætta að keyra fullur.

Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Annar ökumaður var stöðvaður í Grafarholti þar sem hann var grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Hann hafði sömuleiðis áður verið sviptur ökuréttindum.

Skömmu fyrir tvö í dag barst lögreglunni tilkynning um innbrot í heimahús. Þá hafði ungur maður í svartri hettupeysu sést hlaupa út um svaladyr. Ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið en voru skemmdir unnar við innbrotið. Sömuleiðis var tilkynnt um innbrot í þrá bíla við fjölbýlishús í Kópavogi og er óljós hvort einhverju hafi verið stolið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×