Innlent

Stútar og próflausir á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið

Samúel Karl Ólason skrifar
Í miðbænum voru afskipti haft af fimm ökumönnum. Þar af voru tveir grunaðir um ölvun og þrír um að vera undir áhrifum fíkniefna.
Í miðbænum voru afskipti haft af fimm ökumönnum. Þar af voru tveir grunaðir um ölvun og þrír um að vera undir áhrifum fíkniefna. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt vegna aðila sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Í miðbænum voru afskipti haft af fimm ökumönnum. Þar af voru tveir grunaðir um ölvun og þrír um að vera undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra hafði aldrei öðlast ökuréttindi og einn hafði ítrekað verið sviptur ökuréttindum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar

Lögregluþjónar frá Stöð tvö, sem sér um Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes, stöðvuðu tvo ökumenn. Annar var grunaður um ölvun við akstur og hinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hafði hann áður verið sviptur ökuréttindum.

Frá stöð þrjú (Kópavogur og Breiðholt) er svipaða sögu að segja. Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Einn fyrir ítrekaðan akstur án þess að hafa nokkurn tímann tekið bílpróf. Hinir tveir voru báðir með fíkniefni á sér og annar þeirra var ekki með ökuskírteini sitt.

Þá var einn ökumaður stöðvaður í Grafarvogi, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann hafði einnig ítrekað verið sviptur ökuréttindum.

Tilkynnt var um minnst tvö umferðaróhöpp. Annað á Nesjavallaleið þar sem bíl var ekið á hitaveiturör. Tveir ungir menn voru í bílnum en meiðsl þeirra eru sögð minniháttar. Hitt gerðist á Vesturlandsvegi við Skarhólabraut þar sem bíl var ekið á ljósastaur. Ekki er vitað um meiðsl ökumannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×