Innlent

Aflífa grísi eftir eld hjá Stjörnugrís

Gissur Sigurðsson skrifar
Um 160 fullvaxta grísir voru í húsinu þegar eldurinn kom upp.
Um 160 fullvaxta grísir voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. Vísir/GVA
Eldur kom upp í svínabúi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi um klukkan eitt í nótt. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi bíla og mannskap frá öllum stöðvum auk þess sem útkallsaðilar á Kjalarnesi voru kallaðir út.

Voru þeir fyrstir á vettvang og kom þá í ljós að eldur var ekki mikill, en töluverður reykur um allt hús, en þar voru 160 fullvaxnir grísir í stíum.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn voru til klukkan fjögur í nótt að reykræsta húsið.

Þónokkrir grísir sýndu merki um reykeitrun og úrskurðuðu dýralæknar sem kallaðir voru á vettvang að aflífa þyrfti nokkra þeirra en að aðrir myndu líklega ná sér. Það kemur í ljós þegar líður á daginn.

Eldsupptök eru ókunn en líkur benda til að eldurinn hafi kviknað í hita- eða loftræstiblásara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×