Lífið

Deila Musk vegna prumpandi einhyrnings leyst

Samúel Karl Ólason skrifar
Elon Musk.
Elon Musk. Vísir/AP
Elon Musk og leirgerðarmaðurinn Tom Edwards hafa komist að samkomulagi vegna deilu þeirra um mynd af prumpandi einhyrningi. Þetta tilkynnti Edwards í dag án þess að taka fram í hverju lausnin fælist. Þess í stað sagði hann alla aðila vera ánægða.

Deiluna má rekja til þess að Musk tísti myndinni umræddu á bolla á síðasta ári. Í kjölfarið fóru svipaðar myndir að birtast í viðmóti bíla Tesla, fyrirtækis Musk, og á auglýsingum. Edwards sagði það hafa verið gert án hans leyfis.



Í síðasta mánuði lenti Musk í rifrildi við dóttur Edwards á Twitter þar sem hún sagði auðjöfurinn hafa stolið hugverki föður síns.

Musk svaraði á þá leið að hann gæti breytt myndunum og bætti svo við að Edwards ætti að vera ánægður með að aukna sölu bollanna.

Nú í dag tísti Musk yfirlýsingu Edwards. Hér fyrir neðan má sjá tíst Musk og tíst dóttur Edwards frá því í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×