Joe Frazier sagði skilið við KBE eftir stolinn takt: „Mistökin eru 100% mín megin“ Bergþór Másson skrifar 22. júlí 2018 15:09 Herra Hnetusmjör og Joe Frazier saman á góðri stund. Vísir Taktsmiðurinn og rapparinn Joe Frazier sagði sig úr rapphópnum KBE nú í lok júní. Uppsögnin kom mörgum aðdáendum á óvart og vakti mikla athygli í rappheiminum. Aðdragandi málsins er sá að erlendu rapplagi var deilt á Facebook hópinn „Nýtt íslenskt hip hop“ þar sem undirspil lagsins er óneitanlega líkt hinu vinsæla lagi Herra Hnetusmjörs og Friðrik Dórs, „Labbilabb“, sem Joe Frazier átti að hafa útsett. Seinna sama kvöld tilkynnti forsprakki KBE, Herra Hnetusmjör, að Joe Frazier væri ekki lengur meðlimur rapphópsins KBE.Sjá einnig: Joe Frazier hættur í rapphópnum KBE Joe Frazier og Herra Hnetusmjör hafa unnið saman í um það bil fjögur ár og saman hafa þeir gefið út tvær plötur í fullri lengd ásamt einni smáskífu. Joe Frazier gekk til liðs við KBE stuttu eftir að þeir félagar kynntust árið 2014. KBE er að sögn Herra Hnetusmjörs: „útgáfufyrirtæki, fjöllistahópur, vinahópur og gengi.“ Núverandi meðlimir KBE eru: Herra Hnetusmjör, Huginn, Birnir, Egill Spegill, taktsmiðurinn Þormóður og Arnór Gíslason sem er umboðsmaður þeirra. Í samtali við Vísi segist Herra Hnetusmjör ekki hafa vitað að að Joe Frazier væri ekki upprunalegur höfundur taktsins. „Þetta lítur náttúrulega ógeðslega illa út fyrir okkur alla og hann ákvað að stíga sjálfur niður, þetta er á honum, þetta er ekki eitthvað House of Cards dæmi þar sem við erum að reyna að komast upp með eitthvað. Joe ákvað að stíga niður og taka fallið á sig.“ Herra Hnetusmjör segir að það sé ekkert illt á milli hans og Joe Frazier.Fréttablaðið/ErnirJoe Frazier segir það hafa verið mistök að nota þennan takt og útskýrir mál sitt á þennan hátt: „Labbilabb takturinn varð til haustið 2015. Ég rakst á eitthvað YouTube “type” beat sem mér fannst mjög nett í grunninn, en fannst vanta herslumuninn upp á það. Ég endurgerði það upp á fjörið með sama sampli en betri trommum, þéttari bassa og nýjum “B-kafla” með nýju bassahljóði, fleiri trommum osfrv. Sá taktur sat síðan bara gleymdur og grafinn með milljón öðrum töktum í möppu þangað til að kom að því að við vorum að vinna í KÓPBOI plötunni. Þá var ég að taka upp, útsetja og hljóðblanda plötuna á sama tíma og ég bara spáði ekkert í þessu. Þessir “Bring it down pick it up” gaurar hafa greinilega keypt upprunalega youtube beatið einhverntíman í millitíðinni. Árni Hnetusmjör og Frikki vissu auðvitað ekkert af þessu og mistökin eru 100% mín megin. Hvernig þetta beat varð til tekur ekkert frá GOAT-statusnum þeirra né því sem þeir komu með á lagið. Mér finnst Labbilabb tjúllað lag og er mjög ánægður að það hafi orðið til.“ Herra Hnetusmjör segir að þetta mál hafi komið honum og öllum í KBE í mjög opna skjöldu en hann og Joe Frazier séu ennþá vinir og að þeir séu alls ekki ósáttir þrátt fyrir þetta. Hér að neðan má heyra umrætt lag ásamt Labbilabb sem sló rækilega í gegn eftir útgáfu plötunnar KÓPBOI. Tónlist Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Taktsmiðurinn og rapparinn Joe Frazier sagði sig úr rapphópnum KBE nú í lok júní. Uppsögnin kom mörgum aðdáendum á óvart og vakti mikla athygli í rappheiminum. Aðdragandi málsins er sá að erlendu rapplagi var deilt á Facebook hópinn „Nýtt íslenskt hip hop“ þar sem undirspil lagsins er óneitanlega líkt hinu vinsæla lagi Herra Hnetusmjörs og Friðrik Dórs, „Labbilabb“, sem Joe Frazier átti að hafa útsett. Seinna sama kvöld tilkynnti forsprakki KBE, Herra Hnetusmjör, að Joe Frazier væri ekki lengur meðlimur rapphópsins KBE.Sjá einnig: Joe Frazier hættur í rapphópnum KBE Joe Frazier og Herra Hnetusmjör hafa unnið saman í um það bil fjögur ár og saman hafa þeir gefið út tvær plötur í fullri lengd ásamt einni smáskífu. Joe Frazier gekk til liðs við KBE stuttu eftir að þeir félagar kynntust árið 2014. KBE er að sögn Herra Hnetusmjörs: „útgáfufyrirtæki, fjöllistahópur, vinahópur og gengi.“ Núverandi meðlimir KBE eru: Herra Hnetusmjör, Huginn, Birnir, Egill Spegill, taktsmiðurinn Þormóður og Arnór Gíslason sem er umboðsmaður þeirra. Í samtali við Vísi segist Herra Hnetusmjör ekki hafa vitað að að Joe Frazier væri ekki upprunalegur höfundur taktsins. „Þetta lítur náttúrulega ógeðslega illa út fyrir okkur alla og hann ákvað að stíga sjálfur niður, þetta er á honum, þetta er ekki eitthvað House of Cards dæmi þar sem við erum að reyna að komast upp með eitthvað. Joe ákvað að stíga niður og taka fallið á sig.“ Herra Hnetusmjör segir að það sé ekkert illt á milli hans og Joe Frazier.Fréttablaðið/ErnirJoe Frazier segir það hafa verið mistök að nota þennan takt og útskýrir mál sitt á þennan hátt: „Labbilabb takturinn varð til haustið 2015. Ég rakst á eitthvað YouTube “type” beat sem mér fannst mjög nett í grunninn, en fannst vanta herslumuninn upp á það. Ég endurgerði það upp á fjörið með sama sampli en betri trommum, þéttari bassa og nýjum “B-kafla” með nýju bassahljóði, fleiri trommum osfrv. Sá taktur sat síðan bara gleymdur og grafinn með milljón öðrum töktum í möppu þangað til að kom að því að við vorum að vinna í KÓPBOI plötunni. Þá var ég að taka upp, útsetja og hljóðblanda plötuna á sama tíma og ég bara spáði ekkert í þessu. Þessir “Bring it down pick it up” gaurar hafa greinilega keypt upprunalega youtube beatið einhverntíman í millitíðinni. Árni Hnetusmjör og Frikki vissu auðvitað ekkert af þessu og mistökin eru 100% mín megin. Hvernig þetta beat varð til tekur ekkert frá GOAT-statusnum þeirra né því sem þeir komu með á lagið. Mér finnst Labbilabb tjúllað lag og er mjög ánægður að það hafi orðið til.“ Herra Hnetusmjör segir að þetta mál hafi komið honum og öllum í KBE í mjög opna skjöldu en hann og Joe Frazier séu ennþá vinir og að þeir séu alls ekki ósáttir þrátt fyrir þetta. Hér að neðan má heyra umrætt lag ásamt Labbilabb sem sló rækilega í gegn eftir útgáfu plötunnar KÓPBOI.
Tónlist Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira