Lífið

Lét tennurnar óvænt gossa í röðinni á Guns N' Roses

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tennurnar duttu úr með einu handbragði.
Tennurnar duttu úr með einu handbragði. Vísir/Skjáskot
Aðdáendur rokksveitarinnar Guns N‘ Roses biðu óþreyjufullir eftir því að berja goðin augum þegar Vísi bar að garði í Laugardalnum skömmu eftir hádegi í dag. Þeirra á meðal var ungur maður sem sló í gegn með óvæntu bragði.

Fréttamaður Vísis náði tali af tveimur vinum í röðinni sem sögðust búnir að bíða í mörg ár eftir því að fá að sjá Guns N‘ Roses á tónleikum. Annar þeirra, hress og íklæddur jakka með hermannamunstri, kvaðst hafa búið í Bandaríkjunum í þrettán ár og því væri einstakt að sjá sveitina í fyrsta sinn heima á Íslandi.

„Maður er búinn að vera að hlusta á plöturnar, vera yngri bróðirinn sem hlustar á geisladiska hjá eldri bróður, og nú er maður loksins að fá að upplifa reynsluna og skilja hvað textarnir þýða,“ sagði kappinn.

Þá sagðist hann ekki myndu ganga vonsvikinn út af tónleikunum, hvernig sem þeir færu. Það sem skipti máli væri að geta sagst hafa séð Guns N‘ Roses – með báðar tennurnar upp í sér. Og svo lét hann þær gossa, fréttamanni Vísis að óvörum.

Myndband af atvikinu, auk viðtalsins við vinina tvo, má sjá hér að neðan en tennurnar losna úr munni eiganda síns skömmu eftir þriðju mínútu.


Tengdar fréttir

Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna

Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×