Lífið

Röðin hlykkjaðist um Laugardalinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það var dágóður fjöldi fólks sem beið eftir að komast inn á tónleikana í kvöld.
Það var dágóður fjöldi fólks sem beið eftir að komast inn á tónleikana í kvöld. Vísir/Einar

Röð inn á tónleika rokkhljómsveitarinnar Guns N‘ Roses hlykkjaðist langt upp með Suðurlandsbraut í kvöld enda var talið að um 25 þúsund manns myndu láta sjá sig á Laugardalsvelli.

Tökumaður Stöðvar 2 náði drónamyndum af tónleikasvæðinu um 20 mínútum áður en hljómsveitin átti að stíga á svið. Röðin var enn afar löng, þó að einhver hreyfing hafi þó virst á henni, svo stuttu fyrir komu hljómsveitarinnar. Blaðamaður Vísis á Laugardalsvelli hélt þó að flestir hefðu náð inn áður en Axl Rose, Slash og félagar stigu á stokk skömmu eftir klukkan 20.

Allt að fyllast á Laugardalsvelli á áttunda tímanum. Vísir/Einar

Sjá má á meðfylgjandi myndum að mikill áhorfendaskari hafði nú þegar safnast saman inni á Laugardalsvelli á áttunda tímanum, og þó nokkrir voru á leið inn um innganga við syðri enda stúkunnar.

Fylgjast má með beinni textalýsingu Vísis af tónleikum Guns N' Roses hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.