Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2018 12:21 Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. foreldrasamtök Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir Golfsambandið hafa árum saman þverbrotið bann við áfengisauglýsingum. Þá sé áfengi í öndvegi í nýrri auglýsingu hjá Golfklúbbi Selfoss sem geti seint talist til markmiða íþróttahreyfingar. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. „Í gegnum vef samtakanna sem er foreldrasamtök.is er svona ábendingakerfi eða kærukerfi varðandi áfengisauglýsingar og við fengum töluvert margar ábendingar út af þessari auglýsingu og svo er það hitt að Golfsambandið, Golf á Íslandi tímaritið, hefur verið markvisst verið í því að brjóta bann við áfengisauglýsingum í mörg ár og þá fannst okkkur þetta vera orðið langt yfir allt velsæmi.“ Hann furðar sig á áherslum í golfíþróttinni hér á landi þegar kemur að áfengi. „Svona mál það endurspeglar þessa menningu sem er að taka yfir. Golf á Íslandi hefur birt áfengisauglýsingar, ólöglegar, í mörg ár og svo eru auðvitað félögin byrjuð að fylgja eftir. Þessi auglýsing frá Selfossi er þess eðlis að brennivín er algjörlega í öndvegi og það er eins og golfíþróttin sé orðin algjört aukaatriðið.“ Golfsambandið hafi tekið athugasemdum fálega. „Við höfum engin formleg viðbrögð fengið en það er nú oft þannig þegar við gerum athugasemdir en við birtum bara á Facebooksíðu okkar athugasemdir og ábendingar og ég hef ekki nokkra trú á öðru en að það sé orðið tilefni til þess hjá Golfsambandinu og viðkomandi golffélögum að líta í eigin barm vegna þess að íþróttastarf í landinu er barna-og ungmennastarf fyrst og fremst og forvarnastarf og það er gjörsamlega ómögulegt að vera í einhvers konar auglýsingamennsku fyrir áfengisbransann á sama tíma og maður er að þiggja peninga frá hinu opinbera til uppeldisstarfs, þetta fer engan veginn saman,“ segir Árni. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir Golfsambandið hafa árum saman þverbrotið bann við áfengisauglýsingum. Þá sé áfengi í öndvegi í nýrri auglýsingu hjá Golfklúbbi Selfoss sem geti seint talist til markmiða íþróttahreyfingar. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. „Í gegnum vef samtakanna sem er foreldrasamtök.is er svona ábendingakerfi eða kærukerfi varðandi áfengisauglýsingar og við fengum töluvert margar ábendingar út af þessari auglýsingu og svo er það hitt að Golfsambandið, Golf á Íslandi tímaritið, hefur verið markvisst verið í því að brjóta bann við áfengisauglýsingum í mörg ár og þá fannst okkkur þetta vera orðið langt yfir allt velsæmi.“ Hann furðar sig á áherslum í golfíþróttinni hér á landi þegar kemur að áfengi. „Svona mál það endurspeglar þessa menningu sem er að taka yfir. Golf á Íslandi hefur birt áfengisauglýsingar, ólöglegar, í mörg ár og svo eru auðvitað félögin byrjuð að fylgja eftir. Þessi auglýsing frá Selfossi er þess eðlis að brennivín er algjörlega í öndvegi og það er eins og golfíþróttin sé orðin algjört aukaatriðið.“ Golfsambandið hafi tekið athugasemdum fálega. „Við höfum engin formleg viðbrögð fengið en það er nú oft þannig þegar við gerum athugasemdir en við birtum bara á Facebooksíðu okkar athugasemdir og ábendingar og ég hef ekki nokkra trú á öðru en að það sé orðið tilefni til þess hjá Golfsambandinu og viðkomandi golffélögum að líta í eigin barm vegna þess að íþróttastarf í landinu er barna-og ungmennastarf fyrst og fremst og forvarnastarf og það er gjörsamlega ómögulegt að vera í einhvers konar auglýsingamennsku fyrir áfengisbransann á sama tíma og maður er að þiggja peninga frá hinu opinbera til uppeldisstarfs, þetta fer engan veginn saman,“ segir Árni.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira