Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 12:39 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Fréttablaðið/Anton Brink Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segist ekki í vafa um að íslenskt verkafólk standi frammi fyrir „hörðustu átökum sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi“ nú þegar kjarasamningar renna út í haust. Kjarabaráttuna setur Vilhjálmur í samhengi við launahækkanir stjórnenda síðastliðið ár. Vilhjálmur er harðorður í garð „yfirelítu þessa lands“ í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag en tilefnið er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Þar var greint frá því að bankaráð Landsbankans telji að launahækkunin, sem nemur 1,2 milljónum mánaðarlega, hafið verið hófleg.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónirRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur undir með Vilhjálmi.Vísir/stefánHissa á „hóflegum“ 1,2 milljónum Vilhjálmur furðar sig á því að hægt sé að skilgreina 1,2 milljóna launahækkun á mánuði, „ígildi lágmarkslauna fjögurra verkamanna,“ sem hóflega. „Hugsið ykkur veruleikafirringuna og þá botnlausu græðgi sem hefur heltekið efri lög þessa samfélags,” skrifar Vilhjálmur og spáir í framhaldinu fyrir afar harðri kjarabaráttu þegar samningar renna út í haust. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að íslenskt verkafólk þarf núna að undirbúa sig undir hörðustu átök sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi þegar kjarasamningar verkafólks renna út eftir 123 virka vinnudaga.” Gagnrýnir stjórnvöld og SA Vilhjálmur segir jafnframt liggja fyrir að Samtök atvinnulífsins, SA, „gráti sínum krókódílatárum“ og segi ekkert svigrúm vera til launahækkana þegar samningar verkafólk losni. Þá blasi einnig við að enginn vilji sé hjá stjórnvöldum að koma til móts við almenning. Þá rifjar Vilhjálmur upp launahækkanir nokkurra stjórnenda fyrirtækja og stofnana í landinu síðustu 12 mánuði og setur í samhengi við verkalýðsbaráttuna. Færslu Vilhjálms má sjá í heild hér að neðan.Heilagur stöðugleiki og norrænt samningamódel Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur undir með Vilhjálmi en sá fyrrnefndi deildi færslu þess síðarnefnda á Facebook nú skömmu fyrir hádegi. Þar veltir Ragnar því fyrir sér hvort launafólk láti sér lynda núverandi stöðu á vinnumarkaði. „Nú er spurning hvort launafólk sætti sig við það að ekkert svigrúm sé til launahækkana á almennum né opinberum vinnumarkaði og engar kerfisbreytingar séu í vændum hjá stjórnvöldum. Allt í nafni hins heilaga stöðugleika og norræns samningamódels,“ skrifar Ragnar. Kjaramál Tengdar fréttir Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segist ekki í vafa um að íslenskt verkafólk standi frammi fyrir „hörðustu átökum sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi“ nú þegar kjarasamningar renna út í haust. Kjarabaráttuna setur Vilhjálmur í samhengi við launahækkanir stjórnenda síðastliðið ár. Vilhjálmur er harðorður í garð „yfirelítu þessa lands“ í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag en tilefnið er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Þar var greint frá því að bankaráð Landsbankans telji að launahækkunin, sem nemur 1,2 milljónum mánaðarlega, hafið verið hófleg.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónirRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur undir með Vilhjálmi.Vísir/stefánHissa á „hóflegum“ 1,2 milljónum Vilhjálmur furðar sig á því að hægt sé að skilgreina 1,2 milljóna launahækkun á mánuði, „ígildi lágmarkslauna fjögurra verkamanna,“ sem hóflega. „Hugsið ykkur veruleikafirringuna og þá botnlausu græðgi sem hefur heltekið efri lög þessa samfélags,” skrifar Vilhjálmur og spáir í framhaldinu fyrir afar harðri kjarabaráttu þegar samningar renna út í haust. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að íslenskt verkafólk þarf núna að undirbúa sig undir hörðustu átök sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi þegar kjarasamningar verkafólks renna út eftir 123 virka vinnudaga.” Gagnrýnir stjórnvöld og SA Vilhjálmur segir jafnframt liggja fyrir að Samtök atvinnulífsins, SA, „gráti sínum krókódílatárum“ og segi ekkert svigrúm vera til launahækkana þegar samningar verkafólk losni. Þá blasi einnig við að enginn vilji sé hjá stjórnvöldum að koma til móts við almenning. Þá rifjar Vilhjálmur upp launahækkanir nokkurra stjórnenda fyrirtækja og stofnana í landinu síðustu 12 mánuði og setur í samhengi við verkalýðsbaráttuna. Færslu Vilhjálms má sjá í heild hér að neðan.Heilagur stöðugleiki og norrænt samningamódel Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur undir með Vilhjálmi en sá fyrrnefndi deildi færslu þess síðarnefnda á Facebook nú skömmu fyrir hádegi. Þar veltir Ragnar því fyrir sér hvort launafólk láti sér lynda núverandi stöðu á vinnumarkaði. „Nú er spurning hvort launafólk sætti sig við það að ekkert svigrúm sé til launahækkana á almennum né opinberum vinnumarkaði og engar kerfisbreytingar séu í vændum hjá stjórnvöldum. Allt í nafni hins heilaga stöðugleika og norræns samningamódels,“ skrifar Ragnar.
Kjaramál Tengdar fréttir Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00
Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00
Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30