Erlent

Bjargaði kettinum undan eldtungunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eldhafið var gríðarlegt.
Eldhafið var gríðarlegt. Skjáskot
Myndbandsupptaka, sem íbúi grísku borgarinnar Mati fangaði á dögunum, sýnir hvernig heimili hans varð skógareldunum að bráð á örfáum sekúndum.

Myndbandið má nálgast hér að neðan en í því sést hvernig maðurinn reynir að bjarga ketti sínum frá eldtungunum. Þó ótrúlegt megi virðast sluppu bæði maðurinn og kötturinn hans. Húsið er hins vegar gjörónýtt.

Um 88 hafa látið lífið í skógareldunum, sem taldir eru meðal verstu náttúruhamfara í landinu í áratugi. Samtök grískra slökkviliðsmanna hafa um helgina gagnrýnt stjórnvöld þar í landi, sem þeir segja að hafa verið við illa undirbúin fyrir hamfarir sem þessar.

Stjórnvöld hafi brugðist hægt og illa við eldunum - til að mynda hafi veðurstofa landsins ekki gefið út viðvörun þegar ljóst var að hvassviðri var í vændum. Vindhraðinn varð til þess að stöðva flugumferð í austurhluta Grikklands og því erfiðara að flytja fólk af hættusvæðinu þegar eldarnir brutust út.

Þúsundir björgunarsveitar- og slökkviliðsmanna eru enn að störfum. Ólíklegt er að fleiri finnist á lífi í brunarústunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×