Lífið

Johnny Depp kærður fyrir að ráðast á samstarfsfélaga sinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Johnny Depp hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin misseri.
Johnny Depp hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin misseri. Vísir/Getty

Bandaríska leikaranum Johnny Depp hefur verið stefnt fyrir að beita mann, sem starfaði með honum við tökur á kvikmyndinni City of Lies, ofbeldi. TMZ greinir frá.

Depp fer með hlutverk rannsóknarlögreglumannsins Russell Poole í kvikmyndinni sem fjallar um morðið á rapparanum Biggie Smalls.

Samstarfsmaður Depp á tökustað, Gregg Brooks, segir að kastast hafi í kekki milli hans og leikarans þegar tökur á atriði, sem Depp lék í, hafi ekki gengið sem skyldi. Brooks segist hafa tjáð Depp að hann hefði aðeins eitt tækifæri í viðbót til að klára atriðið og í kjölfarið hafi Depp ráðist á hann.

Sjá einnig: Sonur Johnny Depp alvarlega veikur

Brooks fullyrðir að leikarinn hafi kýlt hann tvisvar í brjóstkassann og að andardráttur hans hafi lyktað af áfengi. „Ég skal gefa þér hundrað þúsund dali ef þú kýlir mig í andlitið núna strax,“ á Depp að því búnu að hafa öskrað á Brooks. Sá síðarnefndi krefst skaðabóta vegna árásarinnar.

Depp hefur ítrekað ratað í fjölmiðla undanfarin misseri og í nær öllum tilvikum fyrir erfiðleika í einkalífinu. Hann sagði nýlega frá glímu sinni við þunglyndi, áfengisfíkn og fjárhagsörðugleikum.

Þá hefur fyrrverandi eiginkona Depp, Amber Heard, einnig sakað hann um að hafa beitt sig ofbeldi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.