Lífið

Helgi Björns sextugur og frumflutti glænýtt lag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Helgi Björns leikur á als oddi nú er hann siglir inn í sjötugsaldurinn.
Helgi Björns leikur á als oddi nú er hann siglir inn í sjötugsaldurinn. fréttablaðið/anton brink

Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson, betur þekktur sem Helgi Björns eða jafnvel Holy B, fagnar sextugsafmæli sínu í dag, 10. júlí. Í tilefni þess frumflutti afmælisbarnið glænýtt lag, Dönsum á húsþökum, á Bylgjunni í morgun.

Helgi, sem er Íslendingum flestum kunnur fyrir langan og farsælan tónlistarferil, kíkti í hljóðverið til Ívars Guðmundssonar og ræddi þar hækkandi aldur, tónlistina og nýja lagið.

„Ég er ekkert að kippa mér upp við þetta. Það er bara einn dagur í viðbót sem maður þræðir upp á perlufesti lífsins og maður hefur gaman af þessu,“ sagði Helgi, inntur eftir því hvort hann hygðist halda sérstaklega upp á afmælisárið sem nú fer í hönd.

Hann sagðist þó hafa ákveðið að verðlauna sig í dag, á sjálfan afmælisdaginn, með útgáfu nýja lagsins. Þá verður blásið til afmælistónleika í Laugardalshöll í haust, nánar tiltekið þann 8. september næstkomandi. „Þar ætla ég að tjalda öllu til og það verður mikið í lagt.“

Spjall Helga og Ívars má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Hið nýútgefna lag, Dönsum á húsþökum, hefst á mínútu 5:28.


Tengdar fréttir

Helgi Björns heldur stórtónleika í Laugardalshöll

Helgi Björnsson verður 60 ára þann 10. júlí næstkomandi og af því tilefni ætlar þessi ástsæli söngvari að blása til glæsilegra stórtónleika í Laugardalshöllinni laugardaginn 8. september.

Helgi reynir að beisla vinsældir rappsins

Samkvæmt heimildum Fréttblaðsins úr heimi dægurtónlistar á Íslandi er söngvarinn góðkunni Helgi Björnsson nú í óðaönn að vinna að nýrri og uppfærðri útgáfu af lagi SSSólar Toppurinn. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og vafalaust er ákveðinn hópur sem fagnar fregnum um endurkomu sveitarinnar og finnur fyrir mikilli nostalgíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.